Blik - 01.06.1969, Side 251
bæ sinn í Herjólfsdal eða í mynni
hans við lok landnámsaldar (930).
Eftir því sem bezt er vitað, býr
Ormur bóndi á Ormsstöðum, er
Hjalti Skeggjason og Gissur hvíti
komu til Eyja með kirkjuviðinn í
júnímánuði árið 1000.
Þá hefur Ormur bóndi verið orð-
inn aldraður nokkuð, lífsreyndur og
hugsandi forustumaður sinnar sveit-
ar og ættar um tugi ára. Líkindi eru
til þess, að hann hafi verið blendinn
í trúnni ,enginn hreinræktaður heið-
ingi, þegar hann veitti kirkjuviðnum
móttöku til þess að byggja kirkju á
grunni þeim, sem þeir félagar mót-
uðu og byggðu dagana þrjá, sem þeir
stóðu þá við í Eyjum og áttu skip
sitt bundið við Hörgeyrarhálsinn.
Margt fleira um Orm bónda er þess
vert, að það sé íhugað. Hann hafði
nærtæka beit í heimasta klettinum,
sem hann gaf nafnið Heimaklettur,
til aðgreiningar frá hinum, sem fjær
voru Ormsstaðabænum. En íil þess
að koma fé upp í Heimaklettinn,
þurfti að klifra og draga það síðan
upp á böndum, upp á stalla suðvest-
an í klettinum. Þessir stallar heita
síðan Neðri- og Efri-Kleifar. Orðið
kleif er samstofna sögninni að klifra.
Uppi á fjallinu vestan við Orms-
staðabæinn var einnig gott beitiland.
En bratt var þar upp og einstigi að
mestu leyti. Þangað upp þurfti einn-
ig að klifra, ef nokkur kostur skyldi
á að notfæra sér beitina kjarngóðu
þar uppi. Þetta fjall hlaut því nafnið
Klif. Orðið er einnig samstofna
sagnorðinu að klifra.
VI
Fyrsta kirkjan byggð í Eyjum
Að öllum líkindum hefur Ormur
bóndi Herjólfsson verið talinn heið-
inn maður. Ekki er ég þó alveg viss
um óskiptan hug hans í þeim efnum.
Hversvegna lét Herjólfur bóndi í
Herjólfsdal ekki reisa hörga í nám-
unda við bæ sinn? Blótaði hann þá
ekki goðin? Nei, hann hefur ekki
blótað goðin. Ef til vill hefur hann
látið trúmálin liggja á hillunni og
hans fólk, en hugað því meir að
fjármunum, — fjáröflun og hagsæld.
Á efri árum sínum, þegar fólki tók
að fjölga lítils háttar í Eyjum, seldi
hann því neyyzluvatnið úr lindinni
í dalnum og auðgaðist þannig á
kostnað „meðbræðranna“. Þessi
breytni hans hefur vakið mikla
gremju með Eyjafólki. Þess vegna
hafa minnin um fj árplógshætti þessa
lifað með fólkinu kynslóð fram af
kynslóð og síðast orðið að þjóðsög-
unni kunnu um vatnssöluna. Skyldi
það vera þannig nú, að enginn „krist-
inn“ maður noti sér neyð „með-
bræðranna“ sjálfum sér til auðgun-
ar eða fjáröflunar?! Hefur okkur
farið ákaflega mikið fram í þessum
efnum undanfarnar 10 aldir?
Til þess að fullnægja að einhverju
leyti trúarþörf og trúrækt þess fólks,
sem búsetti sig í Vestmannaeyjum
eða dvaldist þar um lengri tíma úr
árinu við fiskveiðar og/eða fugla-
dráp á síðari hluta 10. aldar, hefur
Ormur bóndi hlaðið hörg eða hörga
út við ströndina nálægt Hörgeyrar-
hálsinum, ef til vill suðaustur af
BUK
249