Blik - 01.06.1969, Síða 253
ferðis tilhögginn við í heila kirkju
frá kónginum. Þegar hann sigldi til
ættlands síns frá Bretlandseyjum, þá
fyrir 5 árum, hafði hann með sér
kirkjuvið. Ur honum byggði hann
kirkju á eynni Mostur, þar sem vitað
var, að fólkið hafði dálitla nasasjón
af kristinni trú. Það var fyrsta kirkj-
an í Noregi. Konungi þótti hyggileg-
ast að byggja hana ekki of nálægt
valdhafanum mikla í Noregi þá,
Hákoni jarli. Ekki var heldur ráð-
legt að byggja kirkjuna á Islandi, of
nærri hrömmum hins heiðna valds.
Ef Eyjafólk, sem að miklu leyti
mun hafa verið venzlafólk systkin-
anna úr Herjólfsdal, hefði verið
harðlyndur og ofstækisfullur heið-
ingjalýður, þegar Hjalti og Gissur
lentu skipi sínu innan við Hörgaeyr-
arhálsinn, hefðu þeir ekki skipað
kirkjuviðnum á land þar. Það var
óðra manna æði, þrátt fyrir boð
konungs. Svo óraunsýnn maður og
hyggjulaus var Olafur konungur
ekki, að hann skipaði nokkrum Is-
landsfara að setja kirkjuvið á land,
þar sem hann fyrst kenndi grunns á
íslandi. Konungur þekkti vel ýmsa
staðhætti þar, svo marga íslendinga
hafði hann haft við hirð sína á ár-
unum 995—1000.
En hvort átti kirkjan að standa
Ormsmegin eða Vilborgarmegin við
Voginn? Ekki skyldi beita Vilborgu
systur neinu valdi? Svo mikils mat
Ormur mannkosti systur sinnar. Guð
eða guðirnir skyldu hér skera úr.
Það fór alveg eftir sannfæringu hvers
og eins og trú, hvort eintalan eða
BUK
fleirtalan á hér við. Og svo var varp-
að hlutkesti um stöðu kirkjunnar.
Ormur bóndi varð systur sinni hlut-
skarpari. Venzlafólk hans og búalið
gladdist stórlega. Aflið mikla var
þeim hliðholt.
Svo dvöldust gestirnir í Eyjum 2
—3 daga og unnu að því með at-
orku mikilli að móta grunninn undir
kirkjubygginguna. Mannafla höfðu
þeir nægan á skipinu sínu.
Hver byggði síðan sjálfa kirkjuna?
Auðvitað hafa Eyjabúar gjört það í
sameiningu undir forustu og stjórn
Orms bónda og systur hans á Vil-
borgarstöðum. Og þó að öllum lík-
indum ekki fyrr en séð var, hvernig
deilumálunum lyki á Þingvöllum
þetta sumar.
Og fyrstu kirkjunni í Eyjum var
valinn staður út undir ströndinni,
þar sem sjávaraldan hafði borið upp
möl og stórgrýti fyrr á öldum og
myndað þannig öflugan varnarvegg
gegn ásókn sjálfrar sín á landið.
Ströndin þarna var há og traust
og fagurt um að litast yfir sléttlend-
ið vestur af, — vestur undir Klifið.
Grjótið úr hinum Iieiðnu hörgum
hefur að líkindum verið notað í varn-
argarð um kirkjugarðinn, sem mót-
aður var nær Klettinum, því að ólík-
legt er það, að kirkju þessari hafi
verið ætlað að standa inni í kirkju-
garðinum, heldur hefur honum verið
markaður staður nær hergveggnum,
„undir Löngu“.Séra Brynjólfur Jóns-
son á Ofanleiti getur þess í sóknar-
lýsingu sinni, að mannabein hafi
fundizt í sandinum uridir Löngu, þ.
251