Blik - 01.06.1969, Page 255
Meðan torfkirkj urnar voru í bygg-
ingu hverju sinni á 30—40 ára fresti
fram á seinni hluta 13. aldar, eða þar
til Klemenskirkja á Hörgaeyri var að
fullu lögð niður um 1280, hefur
prestaskrúði kirkjunnar og fleiri
gripir hennar verið geymdir í
Skrúðabyrginu. Þá var auðvelt þang-
að upp að ná með því að jarðvegur
undir Kleifnabergi, þar sem Skrúða-
byrgi er, mun hafa verið um það
bil tveim metrum hærri en hann er
nú.
Klemensarkirkju er síðast getið í
kirkjumáldaga Arna biskups Þor-
lákssonar 1269. Þá er hún ekki leng-
ur grafarkirkja. Að öllum líkindum
hefur kirkjan þá fyrir löngu verið
flutt vestur með Kleifnaberginu og
þó svo fjarri því, að henni stafaði
engin hætta af steinhruni úr berg-
inu eða ofan af því. Það má segja
fullsannað, að kirkjugarður Eyjabúa
var einhverntíma á þessu tímabili
(1000—1280) fluttur vestur fyrir
Kleifnabergið, því að ágangur sjávar
á ströndina, Hörgaeyrina gömlu, fór
sífellt vaxandi, eftir því sem fram
leið á 12. og 13. öldina. Ef til vill
hefur landsig þá átt sér stað í Eyj-
um. Mér vitanlega hefur enginn vís-
inda- eða fræðimaður um það atriði
fjallað.
Vestan við Kleifnabergið eða und-
ir „Litlu-Löngu“ fundu drengir
mannabein 1882. Beinagrindurnar
komu í ljós þarna í sandinum eftir
mikinn sjávargang. Þær lágu þarna
á kristilega vísu. Einnig lét Aagaard
sýslumaður rannsaka þetta svæði að
nokkru, og fundust þá einnig þarna
mannabein, sem færð voru til graf-
ar í Landakirkjugarði. Síðast fund-
ust undir Litlu-Löngu vestan við
Kleifnabergið mannabein vorið 1913,
er grafið var fyrir undirstöðum
Sundskálans, er Ungmennafélag Vest-
mannaeyja lét byggja þarna vestan
við Kleifnabergið eða „við Hamar
niðri“.
Já, ég gat þess, að skipt hafði ver-
ið um nafn á Hörgaeyrinni, eftir að
katólskan festi rætur í huga Eyja-
fólks. Eftir það hét eyrin Klemens-
eyri og í afbökun Klemuseyri. Minna
mætti hér í þessu sambandi á þá
staðreynd, að katólikkarnir íslenzku
breyttu einnig nafninu á hæsta kletti
eða bergstalli Eyjafjallajökuls. I
heiðni hét hann Goðasteinn. Kat-
ólska kirkjan íslenzka lét breyta
nafninu í Guðnastein. Það nafn ber
hann enn hjá sumum. Auðvitað eig-
um við að kalla hann sínu uppruna-
lega nafni. (Sbr. Herforingjaráðs-
kortið íslenzka).
VIII
Vogurinn í Vestmannaeyjum
Ætla má, að Ægi hafi tekizt að
brjóta skarð í varnarvegginn sinn,
sjávarströndina milli Heimakletts að
norðan og hraunjaðarsins að sunn-
an, mörgum öldum fyrir landnáms-
tíð. Stafaði það landbrot af landsigi?
Hver getur svarað því?
Vogur tók að myndast inn með
hraun j aðrinum, vísir að lendingu
eða höfn. Hafnareyrin (eyrin, sem
BLIK
253