Blik - 01.06.1969, Síða 257
þess aÖ sunnan, hafa Danir, dönsku
verzlunarmennirnir, lagt báti sínum,
er þeir sóttu sér neyzluvatn í kerin
sín undir „karató", því að þeir
neyttu ógjarnan rigningarvatns, eins
og áður getur.
Ornefnið „Langa“ þarna sunnan
við bergveggi Heimakletts er sérlegt
og ber ekki íslenzkan svip, er ekki
hugsað á íslenzka vísu, þegar allar
aðstæður og landslag er íhugað og
athugað. Eg er sannfærður um, að
örnefni þetta er danskt, hefur upp-
runalega orðið til á danskri tungu,
og þannig til orðið, að Danirnir
hafi kallað hina löngu grastorfu frá
Hörgaeyri vestur með Kleifnaberg-
inu og vestur á Eiðið eða vestur und-
ir Hlíðarbrekkur „Langen“ sökum
lengdar hennar. Þegar þeir svo lögðu
báti sínum eða bátum við jaðar
torfunnar, þegar þeir sóttu neyzlu-
vatnið sitt í kerin undir bergveggn-
um, hét það á máli þeirra að fara
„under Langen“.
Eftir því sem sjórinn eyddi torf-
unni, þessum leifum Ormsstaðalands-
ins, gróf sig til norðurs, breikkaði
vogurinn eða höfnin. Þá færðist ör-
nefni þetta nær Klettinum smám sam-
an, ef ég mætti orða það þannig. Að
lokum, þegar jarðvegur allur var
þar eyddur og Ægi gefinn, erfði
sandvikið og hin grasivaxna brekka
upp af því örnefni þetta, hét fram-
vegis Langa á tungu Eyjafólks, og
„undir Löngu“ staðurinn þar, enda
þótt ekkert í landslaginu réttlætti það
örnefni lengur eða myndi ástæður
fyrir því.
Þegar Hörgaeyrargarðurinn var
byggður, tættist gra-ssvöröurinn af
brekkunni þarna suður undir Klett-
inum við sprengingar og hrun úr
berginu og aðrar athafnir þarna.
Síðan er þar sandfláin ein og ber
eftir.
Heimildir eru fyrir því, að á ár-
unum 1880—1890 stóð grastorfa 2
—3 metra há vestan við Almenning-
inn (fjárréttina) á Eiðinu. Ef til
vill var hún rofabakki. Þetta voru
síðustu leifar hins þykka grassvarð-
ar, sem þakti meginhluta Botnsins,
þegar Ormsstaöir voru og hétu og
ekki var ýkjahátt upp í Skrúðabyrg-
ið í Kleifnaberginu. Grastorfa þessi
þarna vestan við réttina var kölluð
Rofið. Hún stóð þarna vestur frá
sem klettur úr hafinu, eins og Sveinn
Jónsson orðar það í skrifum sínum
1936 (Víðir). Smám saman svarf
vindurinn utan úr henni og eyddi
henni loks að fullu.
X
Þrjár kirkjur í Vestmannaeyjum
Máldagi er til um kirkjur í Eyj-
um. Jón forseti og sagnfræðingur ár-
setti hann 1269. „Árni biskup Þor-
láksson setti“, stendur þar skráð.
Þar segir svo, að helmingur fisk-
tíundarinnar skuli ganga til Nikulás-
arkirkju í Kirkjubæ, hinn helming-
urinn „til Péturskirkju þeirrar, er
fyrir ofan leiti er“ ... „Þaðan (frá
Péturskirkju fyrir ofan leiti) skal
syngja að helmingi til Clemens-
kirkju“. ... „Kirkjudag skal skylt
hvorrar tveggja grafarkirkju öllum
BLIK
255