Blik - 01.06.1969, Page 259
ups Þorlákssonar greinir frá. Allt
annaö um þetta og mýmargt fleira í
sögu Vestmannaeyja er hulið mistri
og myrkri sökum skorts á sögulegum
gögnum eða heimildum.
XI
Orlögin og ein allsherjar kirkia
í Eyjum
Allt á sínar orsakir. Og á eftir or-
sökunum drattast stundum býsna
sérkennilegar afleiðingar, sumar til
heilla, aðrar til hnekkis eða skaða.
Illa gengur oft og tíðum að sjá af-
leiðingarnar fyrir. Orlögin eru oft-
ast hin óráðna gáta.
A 15. og 16. öld fór búseta vax-
andi í Vestmannaeyjum. Ymsar or-
sakir lágu til þess. Ein hin helzta
var sú, að skreiðarverð á erlendum
markaði fór mjög hækkandi.
Sá hagstæði og góði markaður
fyrir þær fiskafurðir og svo verzlun
Englendinga í Eyjum á 15. öldinni
olli því, að afkoma búsetts fólks í
Eyjum var góð á þessu tímaskeiði.
Fiskisagan um hina góðu afkomu
fólksins í Eyjum og hin hagstæðu
verzlunarkjör flaug um byggðir Suð-
urlandsins með vertíðarfólki þaðan,
og fólk flykktist til Eyja úr Suður-
landsbyggðum og settist þar að. Þeir,
sem ekki áttu kost á jarðnæði,byggðu
sér kofaræksni í námunda við vog-
inn og þeir heimilisfeður hlutu titil-
inn tómthúsmenn til aðgreiningar frá
þeim, sem grasnytjar höfðu, bænd-
unum.
A vissu skeiði miðaldanna voru
Englendingar áhrifaríkir viðskipta-
aðiljar í Vestmannaeyjum eða um
140 ára bil (1413—1557), þar til
danski konungurinn tók alla verzlun
við Eyjafólk í sínar hendur, svo og
útveg Eyjamanna, útgerð alla. Alla
bj argræðisvegi þeirra hafði konung-
ur í hendi sér nema fuglaveiðarnar
og kotungslandbúnaðinn þeirra.
Getið er þess í gildum heimildum,
að 5 ensk skip komu til Vestmanna-
eyja sumarið 1413. Forráðamenn
skipanna höfðu meðferðis meðmæla-
bréf frá sjálfum Englandskonungi
um heiðarleik þeirra og kostgæfni.
Þess vegna skyldi Eyjafólki vera í
alla staði óhætt að skipta við þá,
þessa ensku sjóara og siglingamenn.
Meginhluta 15. aldarinnar verður
svo þróunin sú, að Englendingar
reka verzlun og útgerð á Vestmanna-
eyjum og eiga þar hús, báta og skip.
Á stundum hafa þeir vetursetu þar
að einhverju leyti. Á vorin koma
skipin þeirra hlaðin vörum,sem Eyja-
fólk kaupir við hagstæðu verði. Svo
sigla ensku skipin frá Eyjum hlaðin
skreið undan vetrarvertíð og söltuð-
um vorafla Eyjasjómanna og hænda
og búaliða úr næstu byggðum sunn-
an lands. 011 afkoma fólksins leikur í
lyndi, og „landmenn“ og landbænda-
lið ber hróður ensku kaupmann-
anna og sægarpanna með sér upp í
sveitir Suðurlandsins, þegar þetta
sveitafólk hverfur frá Eyjum til vor-
annanna heima eftir vetrarvertíðar-
dvölina í verstöðinni.
Já, það er vitað, að skreiðarverð
var hátt á erlendum markaði a. m. k.
síðari hluta miðaldanna, fram á 16.
BLIK 17
257