Blik - 01.06.1969, Page 260
öldina. Eyjabændur notuðu óspart
fiskigarðana sína við herzlu skreið-
arinnar.
I Vestmannaeyjum töldu Englend-
ingarnir sig einna öruggasta gagn-
vart danska konungsvaldinu sökum
einangrunarinnar og hins vinsamlega
sambands og samneytis við bænda-
fólkið í Eyjum yfirleitt. Engan um-
boðsmann eða fógeta hafði danski
konungurinn í Vestmannaeyjum það
tímabil, sem Eyjabúar höfðu mestan
og beztan arð af viðskiptum öllum
við Englendingana eða fram að mið-
biki 16. aldarinnar. Englendingarnir
létu sig hafa það að hlunnfæra
danska konungsvaldið um alla tolla
og svo skatta og skyldur að öðru
leyti.
A þessu tímaskeiði sögunnar sóttu
bændur og búalið í Eyjum kirkjur
á hverjum sunnudegi og miklu oftar á
föstum og öðrum tyllitímum ársins,
sóttu gömlu og hrörlegu kirkjurnar
sínar. Skyldu þeirra til kirkjusóknar
er getið í máldaga Árna biskups 1269.
Tómthúsfólkið niður við Voginn
sótti síður guðsþj ónusturnar sökum
fjarlægðar frá kirkjunum, enda
fannst því það síður tengt þeim eins-
konar „ættarböndum“ eins og bænda-
fólkið, sem þarna hafði búið og basl-
að mann fram af manni og kynslóð
fram af kynslóð margt hvert. Tómt-
húsafólkið var líka að ýmsu leyti
fremur dægurflugur, rótlaust farand-
fólk, einnig í trúmálunum, heldur en
bændafólkið rótgróna við átthaga og
ættarbönd.
Og tíminn leið. Tugir ára liðu.
Englendingarnir bjuggu í „kastalan-
um“ sínum (Castel) á hæðinni sunn-
an við Bratta, t. d. þar sem íbúðar-
húsin Lundur (Vesturvegur 12) og
Sunnuhvoll (Vesturvegur 12) standa
nú eða þar um bil. Þarna veittu Eng-
lendingarnir danska konungsvaldinu
harðsnúna mótstöðu, sem ýmist
bannaði því alla verzlun við Eyjafólk
og alla útgerð þar eða samdi við þá
um greiðslur, — skatta, tolla og af-
urðagjöld í konungssjóðinn, — lík-
lega nokkuð eftir því frá tímabili til
tímabils, hversu hinn danski kon-
ungur átti marga Jóakimsdali í
buddunni sinni hverju sinni og fjár-
þörfin var aðkallandi.
Fengju Englendingarnir ekki að
verzla á löglegan hátt í Eyjum, verzl-
uðu þeir þar á laun, smygluðu vörum
í land eða seldu þær á miðum úti.
Eyjasjómenn voru ákafir að verzla
við þá vegna mikillar og góðrar
reynslu af viðskiptunum. Þarna seldu
þeir fiðrið sitt og prjónlesið við góðu
verði. Og ekki þá síður skreiðina,
eins og áður er sagt. Og hver gat
fylgzt með þessum viðskiptum og
haft þar hönd í hári, þegar báðir að-
ilar vildu? Var það ekki eitthvað líkt
því sem að gæta hundrað flóa á
hörðu skinni, eins og þar stendur?
Mér kemur í hug pokandadrápið á
Austfjörðum á fyrstu tugum aldar-
innar. Viss fuglategund var ávallt
borin úr bátum og milli bæja í pok-
um. Sízt máttu valdsmenn sjá, hvað
í pokunum var, því að það var bann-
vara, saknæmt að skjóta þennan fugl,
hirða hann og eta. Þó saddi hann
258
BLIK