Blik - 01.06.1969, Page 261
marga svanga maga, eins og smygl-
uðu matvörur Englen d inganna við
Eyjar eftir miðja 16. öldina, eða eft-
ir að Danir höfðu einokað Eyjarnar
(1552). Eftir það létu Danir vakta
og varðveita rétt sinn, tilskipanir og
lög þar í byggðinni og á hafinu í
kring um Eyjar.
Þá var ensku vörunum smyglað í
land að næturlagi. Þær voru líka
keyptar fyrir innlenda framleiðslu
á miðum úti, og ef til vill geymdar
úti í Stafsnesi eða Eysteinsvík eða
suður í Klauf eða Vík og síðan sótt-
ar þangað í skjóli næturinnar.
íslenzkir annálar eru fáorðir um
hin leynilegu verzlunarviðskiptiEyja-
manna og Englendinganna, eftir að
danska konungsvaldið setti öfl til
hindrunar þessum viðskiptum til þess
að njóta sjálft arðsins af þeim.
Þó áttu þeir atburðir sér stað, svo
að launverzlun þessi varð lýðum ljós
og frásagnir um þá komust í annála.
Til dæmis má því til sönnunar geta
atburðar, sem átti sér stað vorið
1642.
Eyjamenn mönnuðu út teinæring
aðfaranótt annars páskadags 1642
og réru til viðskipta við enskar skút-
ur, sem lágu undir færum vestan við
Eyjar. Það hét svo, að teinæringur
þessi hefði róið til fiskjar um nótt-
ina, því að blíðskaparveður ríkti um
hauður og haf.
íslenzkum afurðum var skipað
upp í skúturnar til skipta fyrir ensk-
ar vörur, matvörur, vefnaðarvörur
og ýmiskonar smávarning.
Annar páskadagurinn leið þarna
úti í skútunum og þeir biðu nætur-
innar. I skjóli hennar skyldi pukr-
ast með vörurnar heim. En margt fer
öðruvísi en ætlað er.
Þegar á daginn leið, tók að hvessa
af austri og undir kvöldið gerði aust-
an stórviðri, svo að Eyjamenn fengu
ekkert við ráðið. Teinæringinn sleit
frá einni skútunni og tók að reka
vestur hafið fyrir stórsjó og stór-
viðri. Hann rak vestur hafið um
nóttina og fram á morgun. Þá tókst
skipshöfninni að ná lendingu í Þor-
lákshöfn „með stórum harðindum“,
eins og annállinn greinir frá,
„. . . mjög máttdregnir var hjálpað
skipi og mönnum ...“ Vegna þessa
óhapps varð launverzlunarferð þessi
skráð á spjöld sögunnar. Aðeins hún
ein af hundruðum. Hjálpin sá um
það, fyrst hennar þurfti við.
011 löggæzla hér norður á hjara
veraldar var næstum ógerningur,
ekki sízt er lögbrj ótarnir útlendu voru
harðskeyttir herrar á hafinu, sem
vissu öflugt ríkisvald standa að baki
sér.
Um eitt skeið höfðu Englending-
arnir vígbúnað til varnar í kastalan-
um sínum í Eyjum, ef konungsvald-
ið danska skyldi gerast of nærgöngult
eða áleitið. Þá horfði stundum ugg-
vænlega um frið í verstöðinni.
Undir miðja 16. öldina var Kristj-
áni III. Danakonungi nóg boðið í
öllum þessum átökum og allri þess-
ari togstreytu í viðskipta- og verzl-
unarmálum Eyjafólks. Ofsjónir
danska konungsvaldsins yfir hagn-
aði Englendinga af verzluninni við
blik
259