Blik - 01.06.1969, Page 262
Eyjafólk fór vaxandi áratug frá ára-
tug. En hvað skyldi til bragðs taka?
Leiðin yfir Atlantsála frá Dan-
mörku til Islands var torsótt á her-
snekkjum þess tíma og kostnaðarsöm.
Áhættuminnst mundi það vera að
fela öðrum aðila löggæzluna, toll-
heimtuna og viSskiptastríðið við
ensku sjógarpana og kaupmennina.
Árið 1552 fékk konungur sjálfa
bæjarstjórn Kaupmannahafnar til
þess að taka Vestmannaeyjar á leigu
af sér með tollum, sköttum og skyld-
um og reka þar allan „gróðaveginn“
á eigin ábyrgð. Leigan af Eyjunum í
konungssjóðinn skyldi vera 200
Jóakimsdalir á ári. Þannig atvikað-
ist það, að algjör einokunarverzlun
hófst í Vestmannaeyjum réttum 50
árum áður en hún var lögleidd ann-
ars staðar í landinu.
Eftir 5 ár gafst bæjarstjórn Kaup-
mannahafnar upp við verzlunarrekst-
urinn og afhenti konungi aftur rétt-
inn.
Þá var þaS (1557) sem hinn
danski konungur, Kristján III., af-
réð sjálfur að reka verzlunina við
Eyjamenn og alla útgerð í Eyjum.
Enginn mátti nú hér eftir gera út ver-
tíðarskip í Vestmannaeyjum nema
konungsverzlunin. Eyjasjómenn urðu
þrælar hennar með því að þeir voru
þvingaSir til þess að róa á konungs-
skipunum, konungsbátunum, og jafn-
framt var þeim skipað niður í skips-
rúmin af sjálfum umboðsmanni kon-
ungsins. Þar með urðu allir heimilis-
feður í Eyjum að lúta og hlíta „kvöð-
um og köllum“.
260
Sú harka var einsdæmi í landinu.
Þessu tiltæki konungs ollu m. a. hin
góðu aflaár í Eyjum undanfarna ára-
tugi og hagstætt skreiðarverð á er-
lendum markaði.
Kristján konungur III. deySi 1559,
og Friðrik II. varð konungur Dana-
veldis. Hann hélt einokunarverzlun-
inni í Vestmannaeyjum við lýði öll
sín konungsár. Hann lézt árið 1588.
Gerðist þá Kristján IV. konungur
Danaveldis.
Það sem fyrst og fremst einkenndi
stjórnarár feðganna Kristjáns III.,
Friðriks II. og Kristjáns IV. var hið
látlausa peningaleysi þeirra, skort-
ur á fé til allra hluta. Ekki sjaldnar
en 17 sinnum á árunum 1550—1600
lögðu þessir konungar aukaskatt á
þegna sína sökum peningaskorts.
StríS, sem þeir háðu, ollu stundum
þessum aukaskattsálagningum, en eigi
nærri alltaf. Oft lögðu þeir auka-
skatta þessa á þegnana til þess eins
að rísa undir kostnaði af brúðkaupi
einhverrar „heimasætunnar“ í kon-
ungsgarði, standa straum af þeim
kostnaði.
Tómahljóðið í fjárhirzlum danska
konungsins um miðja 16. öldina olli
því m. a., að hann stofnaði til einok-
unarverzlunarinnar í Vestmannaeyj-
um og algjörs undirokunar þess fólks,
sem þar var þá búsett, til þess að afla
fjár í konungssjóðinn galtóma. Til-
raun þessi skilaði góðum arði, ekki
sízt sökum hins háa skreiðarverSs á
erlendum markaði þá. Árangurinn
leiddi svo til þess, að Kristján kon-
ungur IV. afréð að einoka allt land-
BLIK