Blik - 01.06.1969, Page 263
ið. Það gerði hann árið 1602, svo
sem kunugt er.
XII
Kirkjan á Fornu-Löndum 1573—1627
Fátt er svo með öllu illt, að ekki
boði nokkuð gott.
Árið 1563 gerðist séra Bergur
Magnússon prests Jónssonar á Ond-
verðarnesi sóknarprestur að Ofan-
leiti í Vestmannaeyjum. Prestur
þessi var bróðursonur Marteins
biskups Einarssonar, gáfaður klerk-
ur og áhugasamur um velferð kirkju
og kristni í sóknum Eyja. Hann
vann að vexti kirkjusóknar og við-
gangi kristinnar trúar í hvívetna,
enda var hann áhrifaríkur persónu-
leiki af nafnkunnu fólki kominn og
átti landskunna gáfumenn í ætt sinni,
svo sem Martein biskup.
Árið 1557, eða 6 árum áður en
Bergur Magnússon fékk Ofanleiti,
afréð konungur að taka alla Vest-
mannaeyjaverzlunina og útgerð þar
í sínar eigin hendur og reka hvort-
tveggja á eigin spýtur, eins og áður
getur. Umboðsmaður konungs í Eyj-
um skyldi einvaldur um allan þennan
rekstur og einræðisherra þar í öllu
tilliti. Hann varð fógeti konungs þar,
innheimtumaður tolla, skatta og
skyldna og „verndari“ kirkju og
kristni.
Fyrsti umboðsmaður konungs í
Eyjum, eftir að einokunarverzlunin
var lögleidd þar, varð Simon Sur-
bech, kunnur Kaupmannahafnarbúi
og vel metinn borgari þar af þýzkum
ættum. Hann varð sem sé umboðs-
maður konungs í Eyjum, verzlunar-
stjóri, útgerðarstjóri og hcirðstjóri.
Enginn mátti nú gera út til fiskjar í
Eyjum nema konungurinn sjálfur.
Eyjasjómönnum bar skylda til að róa
á bátum hans. Þeir réðu heldur ekki,
hvar þeir réðust í skiprúm á bátum
konungs. Umboðsmaðurinn réði því
eins og öðru og skipaði niður í skip-
rúmin.
Jón Aðils sagnfræðingur segir, að
konungur og Surbech hafi gert með
sér „félagsgerð“. Kjarni hennar var
sá, að Surbech umboðsmaður rak
verzlunina og útgerðina að einum
fjórða og hirti arð af rekstrinum í
sama hlutfalli.
Ekki hafði Simon Surbech lengi
farið með einræðisvald sitt í Eyjum,
er hann svifti Kirkjubæjabændur
öllum nytjum af Yztakletti, — beit
og fuglatekju, — tók þær í eigin
hendur sjálfum sér til hagnaðar og
arðs. Síðan var Yztiklettur talinn 49.
býlið í Vestmannaeyjum, húslaust og
túnlaust.
Þá tók Simon Surbech allan reka-
rétt af Eyjabændum og afhenti hann
sjálfum sér til eignar og arðs, en síð-
an kóngi.
Flest árin sat umboðsmaðurinn
sjálfur í Kaupmannahöfn en hafði
staðgengil sinn búsettan allt árið í
Eyjum, fulltrúa sinn eða „skrifara“,
eins og hann var stundum titlaður.
(Sbr. „Kristján skrifari“). Þó kom
Surbech stundum með verzlunarskipi
sínu til Eyja og dvaldist þar ungan
úr sumrinu til eftirlits og ráðabruggs
við verzlunarstjóra sinn.
HT.iK
261