Blik - 01.06.1969, Page 265
vinnulífið var sem blómlegast og
verzlunarhættirnir hagkvæmir.
Einnig fundu prestarnir það greini-
lega, að trúrækni og bænaþörf al-
mennings í Eyjum fór nú vaxandi
eftir því sem kúgun konungsvaldsins
færðist í aukana. I eymd sinni og
volæði leitar mannskepnan jafnan
meira og innilegra samfélags, and-
legra tengsla, við guðdóm sinn, en
þá allt leikur í lyndi fyrir henni. Svo
fór Eyjabúum einnig, eftir að þeir
voru sviftir athafnafrelsinu og sveltir
og kúgaðir til auðgunar konungs-
valdinu.
Einnig þetta fyrirbrigði hvatti
klerkana í Eyjum til þess að vinna
að bættri aðstöðu til guðsþjónustu-
gjörðar í byggðarlaginu.
Olíklegt er það, að Eyjaprestar hafi
ekki tryggt sér, meðan kostur var,
fylgi umboðsmannsins við þá hug-
sjón þeirra að byggja í Eyjum eina
allsherjarkirkju, er staðsett væri þar,
sem einvaldsherrann gat sætt sig við
með tilliti til dönsku fjölskyldnanna,
sem búsettar voru nú í Eyjum árið
um kring og gættu þar eigna og rekst-
urs konungsvaldsins eða umboðs-
manns hans. Tillögum umboðsmanns-
ins varð að hlíta og lúta. Þannig mun
það hafa atvikazt, að hin fyrirhug-
aða allsherjarkirkja var staðsett í
námunda við verzlunarstaðinn, suð-
ur af lionum nokkurn spöl, á Fornu-
Löndum. Þangað var einnig aðeins
spölkorn að ganga frá allri Austur-
byggðinni á Heimaey, en kirkjan
hennar á Kirikjubæ hefur sennilega
verið orðin mjög léleg og komin að
falli. En hvað sem því líður, þá ber
staðsetning kirkjunnar á Fornu-
Löndum þess vissulega vott, að verzl-
unarfólkið danska var efst í huga
þess, sem endanlega réði staðnum.
Tómthúsahyskið var aldrei svo mik-
ils metið, að tekið væri tillit til þess
um eitt eða neitt. Þó mun það hafa
verið um einn þriðji af íbúafjölda
Vestmannaeyja, þegar prestarnir þar
beittu sér fyrir nýju kirkjubygging-
unni.
Séra Gísli Jónsson, prestur í Selár-
dal, var kj örinn biskup á alþingi sum-
arið 1556. Hann hlaut síðan skip-
unarbréf fyrir embættinu 28. febr.
1558.
Biskup þessi gerðist brátt fram-
takssamur og frumkvöðull að ýmsu
því, sem efldi og glæddi lútherskan
sið með þj óðinni. Þegar hann tók við
biskupsembætti, var Skálholtskirkj a
í niðurníðslu. Biskup lét byggja
nokkurn hluta hennar frá grunni og
endurbætti hana að öðru leyti. Því
verki hafði hann lokið árið 1567.
Engar veit ég heimildir fyrir því,
hvort séra Bergur Magnússon á Of-
anleiti hefur notið hvatningar bisk-
ups eða áhrifa hans til þess að beita
sér fyrir nýrri kirkjubyggingu í
Vestmannaeyjum, en ef álykta má af
framtaki biskups sjálfs um bygg-
ingarframkvæmdirnar í Skálholti og
allan áhuga hans á eflingu kirkju-
legra áhrifa og lútherskrar kristni í
Skálholtsbiskupsdæmi, eru miklar lík-
ur til þess, að málaleitan séra Bergs
Magnússonar á Ofanleiti um nýja
kirkju í Eyjum hafi mætt velvilja og
BLIK
263