Blik - 01.06.1969, Page 266
skilningi hins áhugasama og fram-
takssama biskups og prestunum í
Eyjum borizt frá honum þakklætis-
og hvatningarorð fyrir dug og fram-
takshug til eflingar kirkju og kristni.
Annars mun Kirkjubæjarprestur-
inn í Eyjum, séra Gissur Fúsason
(Vigfússon), hafa verið áhrifalítill
aöili um byggingarframkvæmdir
þessar og undirbúning. Séra Gissur
naut ekki einu sinni þeirrar virÖ-
ingar meö Eyjafólki, aö fööurnafn
hans væri skráö eöa sagt öðruvísi en
meö gælunafni fööur hans, en séra
Gissur var Vigfússon, talinn laun-
sonur Vigfúsar lögmanns Erlends-
sonar. Hann mun hafa verið áhrifa-
lítill klerkur og lítils metinn af öllum
almenningi.
Prestarnir í Eyjasóknum efndu til
almennra samskota í Vestmannaeyja-
byggð til þess aö afla fjár til bygg-
ingarframkvæmdanna, og getið mun
þess í heimildum, að erlendir menn
hafi gefiö peninga eöa peningavirði
til hinnar nýju kirkj ubyggingar.
Mætti ætla, aö umboðsmaðurinn
danski væri þar í hópi og svo dansk-
ir verzlunarþjónar. Tæplega mundi
það syndsamlegt að ætla enskum
sjómönnum og kaupmönnum þá
rausn að gefa Eyjafólki fé í bygging-
arsjóðinn, því að kunningsskapur
góður og ef til vill vinátta hefur ríkt
með hinum ensku og sumum Eyja-
bændum eða afkomendum þeirra frá
næstliðinni tíð, áður en afskipti hins
danska fógeta og umboðsmanns kom
til og spillti sambúð og samhug.
Síðla sumars 1571 lagði verzlun-
arskipið danska úr höfn í Vest-
mannaeyjum hlaðið skreið og salt-
fiski og með fleiri afurðir innan
borðs, svo sem prjónles og fiður.
Umboðsmaðurinn sjálfur, Simon
Surbech sigldi með skipinu. Það
vissu Englendingar, sem hötuðu
hann. í hafi lágu þeir fyrir skipinu
og tóku það herskildi og færðu til
enskrar hafnar. Þá varð umboðs-
maðurinn að kaupa sig lausan við
ærnu gjaldi. Þessi atburður varð
milliríkjamál, eins og gefur að skilja,
en það er önnur saga, og við höldum
okkur að kirkjubyggingunni.
Sumarið eftir (1572) sat umboðs-
maðurinn heima í Kaupmannahöfn
og lét þannig hjá líða að vitja valds
síns og veraldarstúss á „Vestpanöe
paa Island“. „Skrifarann“ sinn lét
hann um það að áreitast við Eng-
lendingana og stugga við þeim það
sumar, og svo að kúga Eyjafólk og
arðsjúga það, enda lítið öryggi
á hafinu fyrir ofbeldismönnum, —
veður öll válynd þar.
Þegar danska skipið lagði úr Vest-
mannaeyjahöfn það sumar (1572),
hafði það meðferðis hréf til umboðs-
manns konungs, Simon Surbech, frá
séra Bergi Magnússyni á Ofanleiti.
Efni bréfsins var það, að prestarnir
í Eyjum sendu þá með skipinu eina
smálest af fiski, innstæðufiski, sem
sóknarkirkjunum í Eyjum hafði
safnazt á undanförnum góðærum
undir verndarvæng sálusorgaranna
þar. Þessi smálest var þá talin vera
25 ríkisdala virði. Beiðni prestanna
til umboðsmannsins var sú, að hann
264
BI.IK