Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 267
vildi svo vel gera að festa kaup á
viði til kirkjubyggingarinnar, sem
rísa skyldi á Fornu-Löndum.
Þetta erindi prestanna kom um-
boðsmanninum vissulega ekki á ó-
vart, samkv. framansögðu, og honum
var ljúft að gera viðarkaupin. OSr-
um þræði gat hann þannig goldið
guði sitt að einhverju leyti og mýkt
þannig örlagavöldin gagnvart sér
sjálfum, kúgun og fjárplógsiðju
sinni, hófleysi, valdbeitingu og
rangsleitni gagnvart varnarlausu og
vanmáttugu íslenzku fólki á af-
skekktri eyju nyrzt í Atlantshafinu.
Neistinn segir til sín á vissum stund-
um. ÞaS mun hann einnig hafa gert
hjá Nazistunum, og það hefur hann
gert hjá Simon Surbech. I ljósi þeirra
hugleiðinga mætti ætla, aS umboðs-
maðurinn sjálfur hefði látið eitthvað
af hendi rakna úr eigin vasa til
kirkjubyggingarinnar, ekki sízt þeg-
ar fullt tillit var tekið til búsettra
landa hans í Eyjum um staðsetningu
kirkjunnar. ViS skulum a. m. k. ætla
hinum kristna einvalda svo kristileg-
ar hugsanir og gjörðir.
Sigfús M. Johnsen, fyrrverandi
bæjarfógeti, sem mun allra manna
mest og bezt hafa rannsakað sögu-
leg skjöl um athafnir í Eyjum á fyrri
öldum, segir í Sögu Vestmannaeyja
um fjáröflunina til kirkjubyggingar-
innar á Fornu-Löndum:
„. . . Til kirkjubyggingarinnar
hefur verið aflað fjár með samskot-
um, — fiskgjöfum, -— eins og átti
sér staS síðar. Prestarnir máttu
leggja til ríflegt tillag í eitt skipti
fyrir öll, sem endurgjald fyrir kirkju-
tíundina, er þeir nú gátu haldið ó-
skertri. Tillagið frá þeim var þrjár
lestir af fiski, og þótti hart að geng-
ið, er þeir sátu í tekjurýrum brauð-
um.“
Danska verzlunarskipiS kom meS
kirkjuviðinn til Vestmannaeyja vor-
ið 1573. Nokkrum vikum síðar hófst
svo kirkjubyggingin á lendum Fornu-
Landa, skammt suður af verzlunar-
húsunum dönsku og tómthúsahverf-
inu þar austur með voginum, vest-
an við verzlunarhúsin. Ekki mun
fjarri getiS eftir manntalinu 1703
og tómthúsa- og jarðatölu í Eyjum á
seinustu árum 16. aldarinnar, að um
400 manns hafi búið þar þá, er
fyrsta Landakirkja reis þar af
grunni.
Þessi timburkirkja var við lýði í
54 ár eða þar til sjóræningjarnir frá
Algier brenndu hana til kaldra kola
17. júlí 1627. ÁSur en þeir kveiktu í
kirkjunni, brutu þeir hana upp og
rændu hana öllum dýrmætum mun-
um. Lesa má milli línanna í Tyrkja-
ránssögu, aS ræningjarnir trylltust
svo að segja, er þeir uppgötvuðu
guðshús byggðarinnar og áttu þess
kost að brenna þaS til ösku. Ekki
snertu þeir við kirkjunum hinum.
AuSvitaS hafa þeir ekki getað látið
sér til hugar koma, að þau hús, þau
kofaræksni, væru kirkjur fólksins.
Svo lélegar voru þær. ÞaS hefur
villt ræningjunum sýn og bjargað
byggðahverfakirkjunum frá glötun.
I ofstopa sínum og æsingi gættu
ræningjarnir þess ekki, að klukkur
BI.IK
265