Blik - 01.06.1969, Page 268
kirkjunnar héngu í gálga undir lítilli
þekju utan við sjálfan kirkjustafn-
inn þar í klukknaporti. Þannig
björguðust klukkurnar. Brennandi
kirkjustafninn hefur fallið ofan á
klukknaportið, svo að þekja þess
brann en eikarramböldin sviðnuðu
aðeins. Þau voru gerð úr völdum
eikarviði, líklega krikkju úr skips-
stafni. — Hvað hef ég svo fyrir mér,
er ég álykta þannig?
Ég veit ekki annað sannara eða
réttara, en að ramböldin eða
klukkuás hinnar fyrstu Landakirkju
séu varðveittar í Byggðarsafni Vest-
mannaeyja. Þessi klukkuás fylgdi
Landakirkju til ársins 1960. Þá var
hann tekinn úr turni kirkjunnar og
fleygt út fyrir veggi hennar. Þar
hirti ég hann.
Fyrst mun turn hafa verið settur
á kirkju í Vestmannaeyjum 1857
fyrir atbeina Kaptein Kohl sýslu-
manns. Til þess tíma eða í 857 ár
hengu klukkur Vestmannaeyjakirkna
í klukknaporti, sem ýmist stóð vestan
við eða austan við kirkjustafninn.
(Sjá hina frægu mynd Sæmundar
Hólms af Heimaey 1776. Þar er
klukknaportið teiknað austan við
kirkjustafninn).
Þessi ramböld bera það með sér,
að eldur hefur farið um þau og
skert annan enda þeirra. Hvenær hef-
ur Landakirkja komizt í námunda
við Rauð í annan tíma, en þegar
Tyrkir brenndu hana til ösku 17.
júlí 1627? Þau bera sjálf þess vitni,
þessi klukknaramböld, sem þjónuðu
4 kirkjum eftir ránið mikla: Kirkj-
unni, sem byggð var 1631, og svo
1686 og svo 1722 og svo 1749 og
síðast þeirri Landakirkju, sem byggð
var í Eyjum á árunum 1774—1778
og enn er þar við lýði, annað elzta
guðshús landsins.
Já, og ramböldin eru að öllum lík-
indum smíðuð úr skipskrikkju, sagði
einn af skipasmíðameisturum bæjar-
ins, er hann hafði skoðað þau í
krók og kring. Ég hef hneigðir til að
álykta hið sama eftir sniði þeirra,
gerð og naglaförum og nöglum, sem
í þeim eru.
Þrettán árum áður en Tyrkir
brenndu Landakirkju, hafði hún ver-
ið rænd ýmsum gripum, m. a. ann-
arri klukkunni sinni a. m. k. Þetta
rán framdi Englendingurinn John
Gentleman og menn hans árið 1614.
Englandskonungur hegndi ræningj-
um þessum með lífláti, og Landa-
kirkja fékk nýja klukku þrem árum
síðar eða 1617.
266
blik