Blik - 01.06.1969, Side 270
arsaga segir, að 18 hafi látizt) og
féll ofan alhýsi á fjölda hæjum og
gjörðu hina stærstu skaða. Það ár
andaðist Páll biskup Jónsson, og er
þann veg að orði komizt í sögu hans:
„En hér má sjá, hversu margur kvíð-
bjóður hefur farið fyrir fráfalli þessa
hins dýrlega höfðingja Páls biskups:
Jörðin skalf og pipraði af ótta, en
himin og skýin grétu, svo að mikill
hlutur spilltist jarðar ávaxtarins, en
himintunglin sýndu dauðatákn ber á
sér, þá er nálega var komið að hin-
um efstu lífsstundum Páls biskups,
en sjórinn brann og jjrir landinu þá.
Þar sem hans biskupsdómur stóð yf-
ir, sýndist nálega allar höfuðskepn-
ur nokkurt hryggðarmark á sér sýna
frá hans fráfalli.“
Eldey er nyrzt eyjanna úti frá
Reykjanesskaga, um 11 km frá landi.
Talið er, að Vestmannaeyingar hafi
gengið fyrstir manna á land í Eldey.
Annálar greina svo frá, að 30. maí
1794 hafi þrír æfðir fuglaveiðimenn
frá Vestmannaeyjum klifið upp eyna
og rannsakað hana.
Á þessu svæði er mikill neðan-
sjávarfjallgarður, sem hefur mynd-
ast við eldsumbrot, sem voru alltíð,
einkum á 13. öld. Utan þessa svæðis
hafa neðansjávargos helzt orðið úti
fyrir norðurströnd landsins í nánd
við Mánáreyjar. Árið 1372 er frá því
sagt, að eyja hafi komið upp norð-
austur af Grímsey, en hún hvarf
brátt. Á landakorti frá 1507 er sýnd
ný eyja milli Islands og Grænlands.
Fleiri umbrot hafa þar orðið síðan
söguritun hófst.
Eftir sjógosið 1963 rifjast það
upp, að fólk í Landeyjum og víðar
taldi sig hafa séð undarlegan elds-
bjarma suður í hafi suðvestur af
Vestmannaeyjum eða á svipuðum
slóðum og nú gaus eldi og eyju úr
hafi. Þetta var jarðskjálftasumarið
1896.
Reykjavíkurblöðin sögðu frá þessu
og spurðu, hvort eldur mundi uppi í
Geirfuglaskerjum (svo). Hafði mað-
ur frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum
fullyrt, að þaðan hafi sézt til elds
þrjú kvöld í röð, hin síðustu í vik-
unni sem leið (13.—19. sept.) úti í
hafi, sem bar milli Vestmannaeyja og
Dranga. „Var það kallað“, segir ísa-
fold, „að eldurinn kæmi upp úr sjón-
um, en hefur auðvitað annaðhvort
verið í nýrri ey eða hólma, er upp
hefði átt að koma í eldsumbrotunum,
eða þá í Geirfuglaskerj um eystri,
sem mjög vel getur komið heim eftir
stefnunni. Eldurinn eða „loginn“,
sem svo er nefndur, er raunar ekki
annað en bjarmi, sem leggur upp á
loftið af gosinu, —— á að hafa ver-
ið tvískiptur neðst, eða á tveim stöð-
um, en lagzt saman, er ofar dró. —
Maðurinn segir, að sýn þessa hafi
menn horft á af mörgum bæjum í
Landeyjum kvöld eftir kvöld, þar á
meðal frá prestssetrinu Bergþórs-
hvoli. Sumir ímynduðu sér fyrst, að
þar væri skip að brenna, en sáu, að
það gat eigi verið, er þetta hélt áfram
kvöld eftir kvöld.“
Blaðið bætir því við, að ekki sé
getið um neitt gos á þessu svæði í
eldgossögu dr. Þorvaldar Thorodd-
268
BLIK