Blik - 01.06.1969, Qupperneq 271
sen, „né öSrum hólmum kringum
Vestmannaeyj ar“.
Þann 26. sept. segir Isafold, að
eldgosasagan úr Landeyjum muni
vera tómir höfuðórar, eins og annað
af því tagi, er fólk þykist hafa séð
síðan j arðskj álftarnir hófust. Skop-
ast blaðið mjög að þessum sögum.
„Eru meiri en lítil brögð að ofsjón-
um manna . . . þegar heilt byggðar-
lag þykist horfa á kvöld eftir kvöld
ekki minni háttar sýn en heilt eld-
gos, án þess að nokkur fótur sé fyrir.
Jafnvel ofan úr Holtum höfðu menn
þótzt sjá eld á hafi úti og sýndist
vera milli lands og Eyja, að því er
einhver merkasti maður þar skrifar
hingað.“ En blaðið segir það a. m. k.
víst, að nærri Eyjum hafi ekkert eld-
gos verið til 20. sept. 1 bréfum það-
an sé ekki minnzt á neitt þessháttar,
en einmitt næstu kvöld á undan þótt-
ust Landeyingar hafa séð eldinn í
stefnu milli Dranga og Eyja!
Enn skrifar Isafold um sýnir eða
„ofsjónir“ Landeyinga og er þá ekki
alveg eins viss í sinni sök, að þetta
hafi verið tómur heilaspuni. 3. okt.
segir blaðið: „Helzt er að he/ra sem
Landeyingar séu ekki enn far: ir ofan
af þeirri trú, að þeir hafi sé'i eldgos
úti í hafi nú fyrir hálfum mái.uði. Er
skrifað hingað af Eyrarbakku fyrir
fám dögum: „Landeyjamenn eru hér
hópum saman daglega og be' þeim
flestum saman um það, að þ "r hafi
séð eld suður undan Vestmai naeyj-
um; hafi bjarmann lagt langt á loft
upp og eldstrókur sézt upp yfir allháa
ey (Hellisey), sem bar í logann (let-
urbr. mín). Fæstir segjast hafa séð
þetta nema eiít kvöld, sumir tvö, og
allir segja þeir, að svo áreiðanlegir
menn hafi séð þetta, að óþarfi sé að
rengja það. Enginn eldur hefur samt
sézt í Vestmannaeyjum, enda kváðu
fjöll skyggja á sjóinn í suðurátt þar;
aftur á móti sagðist maður úr Hvol-
hreppi hafa horft á eldinn hálfa
klukkustund sama kvöhl og Landey-
ingar hafi séð hann.“
Það skal ekki dómur á það lagður
hér, hvað hæft er í þessum frásögn-
um. Hitt má fullyrða, að þeir mörgu,
sem töldu sig hafa séð eldinn eða
bjarmann, hafa ekki skrökvað þessu
upp. Athyglisvert er, hve mörgum
ber saman um að hafa séð eldinn í
hafi. Sjálfur þekkti ég vel einn þeirra
bænda, er þá bjó í Hallgeirsey. Hann
var grandvar maður, athugull í bezta
lagi og laus við hjátrú. Olíklegt er,
að sá merki klerkur, séra Halldór
Þorsteinsson frá Kiðjabergi, er þá
bjó að Bergþórshvoli, hafi látið ein-
hverjar furðusagnir ganga út frá
heimili sínu. Hitt er svo einkennilegt,
að enginn maður í Eyjum, svo vitað
sé, hafi séð neitt óvenjulegt á þess-
um slóðum. Hinsvegar er ekki und-
arlegt, þótt mörgum þætti saga þessi
með ólíkindum, því að ekki höfðu
farið sögur af gosi kringum Eyjar
frá Landnámsöld, en nú er sjón sögu
ríkari.
Þorvaldur Thoroddsen segir frá
þessum hugsanlegu neðansjávargosi í
Landsskj álftasögu sinni og hinu
mikla eldfj allariti sínu á þýzku. Seg-
ir frá þessu á sömu lund og hér hefur
BLIK
269