Blik - 01.06.1969, Side 272
verið rakið, en klykkir út á þá leið,
að nánari deili viti menn ekki á þessu
meinta neðansjávargosi, en þar sem
svo mörgum sjónarvottum beri sam-
an sé ekki rétt að álykta, að þess-
ar frásagnir séu með öllu úr lausu
lofti gripnar.
Skal nú vikið að því, sem vera átti
aðalefni þessarar frásagnar, jarð-
skjálftunum hér í Eyjum í ágústmán-
uði 1896. Jarðskjálftar þessir áttu
upptök sín í nánd við Heklu og hóf-
ust að kvöldi 26. ágúst. Voru þetta
hinar ægilegustu náttúruhamfarir.
Gjörféllu nær allir bæir í Landssveit
og fjöldi bæja á Rángárvöllum og í
Holtum. I Arnessýslu urðu miklir
skaðar.
Fólk var víðasthvar að taka á sig
náðir að loknu dagsverki, er þessar
ógnir dundu yfir laust eftir klukkan
10 að kvöldi. Sumir héldu í fyrstu,
að heimsendir væri kominn. Otti
manna á jarðskjálftasvæðinu var
talsverður, segir Þ. Th., en þó miklu
minni en búazt hefði mátt við. Bar
jafnvel öllu meira á ótta þeirra, sem
fjær voru, en bjuggust við öllu illu á
hverri stundu.
Ægimátt jarðskjálftanna má með-
al annars marka af því, að þeir
skyldu ná allt til Vestmannaeyja.
Raunar hrundu ekki hús hér á eyju,
en jörðin skalf og ýmsar skemmdir
urðu. Þá varð hér eitt af fjórum
dauÖaslysum í þessum miklu hrinum,
og mildi, að þau urðu ékki fleiri.
Þorvaldur Thoroddsen segir frá
því, að menn í þeim héruöum, sem
jarðskjálftarnir gengu yfir, hafi séð
og fundið ölduhreyfingar miklar á
yfirborði jarðar. Þessar bylgjur
hreyfast líkt og öldur á vatni, þegar
steini er kastað í það. Frá miðdepli
hreyfingarinnar ganga öldur í allar
áttir, hæstar og krappastar næst mið-
deplinum, en verða lægri og breiöari
er lengra dregur frá og hverfa svo á
endanum. Þar sem föst efni eru mikil
í jarðskorpunni, verða átökin mest
og ýmiss mannanna verk hrynja til
grunna.
Suður í Landeyjum urðu menn
greinilega varir þessarar ölduhreyf-
ingar. Að kvöldi 26. ágúst voru þeir
bræður Jónas bóndi í Hólmahjáleigu
og Sigurður Jónsson, nú í Hraun-
gerði í Vestmannaeyjum, að Ijúka
við að ná heyi upp í sæti skammt
noröur af bænum. Var loft þungbúiö
og kepptust þeir bræður við að
koma upp heyinu áður en rigndi.
Allt í einu fer jörðin að ganga í
bylgjum undir fótum þeirra. Gengu
þeir þá til bæjar, en urðu að haldast
í hendur til að missa eigi fótanna. Á
Kanastöðum sáu menn, er stóðu við
slátt, að bylgjur eða gárur nálguð-
ust úr norðvestri. Vörpuðu þeir þá
frá sér orfunum, svo að ekki yrði að
slysi þá er bylgjan skylli á þeim.
Þrátt fyrir þetta urðu ekki teljandi
skemmdir á bæjum eða peningshús-
um í sveitinni og var ástæðan sú, að
mýrlend jarðvegstorfa er ofaná ægi-
sandi. Því var það, að enda þótt bæir
hristust harkalega, féll allt í sömu
skorður er kyrrðist.
Þorvaldur Thoroddsen safnaði
nákvæmum skýrslum um jarðskjálft-
270
BLIK