Blik - 01.06.1969, Síða 273
ana úr flestum hreppum Árnes- og
Rangárvallasýslu. Tóku prestarnir
skýrslur þessar saman. Þorvaldur
Thoroddsen segir frá jarðskj álftun-
um hér í bók sinni Jarðskjálftar á
Islandi, Kh. 1905. Hann segir þó
ekki frá fyrsta j arðskj álftakippnum
26. ágúst, sem var mjög snarpur.
Hann muna enn nokkrir gamlir Eyja-
menn, sumir vegna þess ótta, sem
hann vakti hjá þeim, þá á barns-
aldri. Þorsteinn Jónsson læknir segir
frá þessum atburði: „I fyrrakvöld
kl. 10 kom hér snarpur jarðskjálfta-
kippur er stóð yfir um hálfa mínútu;
litlu síðar annar nokkru minni, og
nokkru seinna tveir aðrir vægir kipp-
ir. Aftur í gærmorgun (þ. e. 27. 8.)
klukkan 9% fannst fyrst vægur kipp-
ur, og um tveim mínútum síðar ann-
ar mj ög harður en stóð mj ög skamma
stund ,og í nótt fundust enn nokkrir
hægir kippir. Vegsummerki eftir
kippinn í gærmorgun urðu meiri en
lítil. Skriður féllu úr fjöllum yfir
graslendi, og sumstaðar í sjó niður,
annars staðar hrundu stykki úr fjöll-
um og stærri og minni björg niður í
sjó; úr öllum hinum lausari fjöllum
kom meira og minna grjóthrap.
Svæði af fuglabyggðum eru víða
meira eða minna eydd og skemmd.“
Frásögn Þ. Th. er mjög á sömu
lund, enda að nokkru byggð á heim-
ild frá lækninum. Hann getur um
skýrslu séra Oddgeirs Guðmundsen
um jarðskjálftann dags. 27. apríl
1897, sem hann þá eigi birtir í bók
sinni um jarðskjálfta á íslandi, lík-
lega vegna þess, að hér hrundu ekki
hús eða mannvirki svo teljandi væri.
Séra Oddgeir segir í skýrslu sinni, að
jarðskjálftinn hafi verið miklu harð-
ari á suðurkjálka heimalandsins en á
norðurjaðri þess .Niðri við kaupstað-
inn stóðu einhlaðnir garðar lítt hagg-
aðir og margir voru þeir niður frá,
sem vöknuðu ekki við fyrsta kippinn,
en þá flúðu allir í Ofanleiti upp úr
rúmunum og út á tún. Ibúðarhúsið
skekktist og grunnmúr undir því
sprakk, fjós og hlaða laskaðist og
kálgarður tvíhlaðinn hrundi til
grunna. Víst er, að kippurinn hefur
samt verið allharður niðri í kaup-
staðnum, því að drengur, sem var að
ganga milli rúma missti fótanna
vegna hreyfingar á gólfinu og í hús-
um helltist vatn og mjólk úr ílátum.
Mönnum fundust kippirnir ganga frá
norðaustri til suðvesturs. Skipstjóri
á enskum línuveiðara, sem var að
veiðum um tvær vikur sjávar suður
af Súlnaskeri morguninn 27. ág.,
sagði svo frá, að skipið hefði allt
nötrað við kippina og áhöld og ílát
fallið niður. Dagana 5., 6. og 10.
september komu harðir kippir á Suð-
urlandi, sem víða gerðu skaða. I
Eyjum var kippurinn 5. sept. harður,
en þó urðu ekki verulegar skemmdir
á húsum. Hinsvegar hrapaði allmikið
úr björgum. Ur Klifinu hrapaði mik-
ið, svo að stór grashvammur sunnan í
því skemmdist og Hlíðarbrekkur að
nokkru. Úr Dalfjalli og Heimakletti
norðanverðum hrundi mjög og varð
af tjón í fuglabyggðum.
Haldið var, að Landakirkjan hefði
orðið fyrir nokkrum skemmdum af
blik
271