Blik - 01.06.1969, Qupperneq 276
það við landsstjórnina að fá eftir-
gefið af jarðarlegunni eða að kosta
til sem þyrfti til vegar upp á eyna og
fá tvo menn, ef hugsazt gæti, að þar
yrði komizt upp, og jarðareigendur
legðu til skip og menn. Gekk land-
stjórnin að því síðarnefnda, en að
lækka jarðarleiguna mun hún ekki
hafa verið viðbúin að svara. — Ekki
munu Kirkjubæjabændur hafa treyst
sér til að komast upp á eyna, og vissi
ég þó, að einn þeirra, Guðjón Eyj-
ólfsson, var góður bjargmaður. Því
var það, að við Gísli Lárusson vor-
um fengnir frá landssjóði til þess að
hafa forystu í þessu máli.“
Hér lýkur frásögn Magnúsar um
jarðskjálftann, en hefst þáttur af því,
er þeir Gísli fóru með átta þaulvana
bjarggöngumenn til þess að leggja
„veg“ upp Geldung í maí 1897. Var
þetta hættuför, en tókst giftusam-
lega. En það er önnur saga og verð-
ur ekki rakin hér.
1 Alsey voru menn að fýlaveiðum
að morgni þess 27. ágúst. Voru þeir
átta saman að sögn. Þrír þeirra eru
nafngreindir, þeir hræður Gísli Eyj-
ólfsson, Búastöðum (faðir Eyjólfs
skipstjóra þar og þeirra systkina), og
Guðjón á Kirkjubæ, ennfremur Ein-
ar Jónsson í Norðurgarði. Voru þess-
ir þrír veiðimenn að „aðsækja“ sem
kallað var, eins og þeir sem í Heima-
kletti voru, þ. e. að slá fuglinn með
fýlakeppum sínum. Þá munaði
minnstu, að eigi yrði válegt slys. Frá
þessum atburði segir svo í blaðinu
Fylki rúmlega 40 árum síðar: „Þegar
þeir nú voru af mesta kappi að
drepa fýlinn, hittist svo á, að þeir
voru allir (þeir bræður og Einar)
sarritímis staddir í nokkuð stórri
grastó. Kom þá mjög snarpur jarð-
skj álftakippur og skipti það tæpast
sekúndum, að torfan, sem þeir voru í,
losnaði frá berginu og fór til ferðar,
en niður í sjó var margra tuga metra
hátt berg með syllum, nefjum og
grastætlum.
Það geta allir ímyndað sér, hve
voðaleg aðstaða þeirra var til að
bjarga sér frá bráðum dauða, og hve
skelfilegt það var, að vera utan í
bjargi í þessum mikla jarðskjálfta.
Allt sýndist dinglandi laust og lítið.
Mold, graskekkir og grjót á fljúg-
andi ferð allt í kringum þá og loftið
titrandi af þrýstingi og hvin niður-
hrapandi stórgrýtis. Alsey sýndist
þeim öllum ganga í bylgjum, og skalf
hún eins og hrísla í vindi, og þeir
þrír komnir til ferðar niður með
grastorfunni, þar sem bráður dauði
virtist óumflýj anlega bíða þeirra
allra. En á hættunnar stund hugsar
maðurinn örfljótt .. . Hér var heldur
ekki um langan tíma til umhugsunar
að ræða og mun það vissulega hafa
borgið þeim, að þeir hræðurnir Gísli
og Guðjón voru fljótir að hugsa og
framkvæma, hin mestu lipurmenni
og fullhugar. Þegar þeir fundu, hvað
um var að vera og sáu, hvað verða
vildi, hlupu þeir eins og kólfi væri
skotið sinn til hvorrar hliðar úr
grastorfunni ,og náðu hand- og fót-
festu í öðrum grastóm, sem til allrar
heppni voru fastar, og var þeim
bræðrum þar við báðum borgið.
274
BLIK