Blik - 01.06.1969, Page 278
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Tvær norðfirzkar myndir
Nes
Að þessu sinni birtir Blik tvær
myndir frá Norðfirði, þar sem örlög-
in létu mig alast upp. Satt að segja
finnst mér, að Norðfirðingar mættu
gera meira að því að skrá eða láta
skrá ýmsa markverða kafla úr sögu
byggðarlagsins en gert hefur verið
til þessa. Þyngra hlassi hafa þeir velt
að sínu leyti í ýmsum menningar- og
atvinnumálum á síðari áratugum.
Þess vegna er mér þessi sögulega
þögn þeirra nokkurt undrunarefni,
því að manndáðinni búa þeir yfir
og framtaksviljanum, þótt þeim mik-
ilvægu mannkostum hafi til þessa
verið beitt að öðru en sögulegri
skráningu.
Svo vendi ég mínu kvæði í kross
og skrái hér nokkurt skýringarhrafl
við Norðfjarðarmyndirnar. Vissu-
lega eru þau skrif mín menguð per-
sónulegum kenndum og minningum,
eins og þeim var frá upphafi ætlað
að vera. Að eilitlu leyti eru þau jafn-
framt saga mín sjálfs, svo langt sem
það nær, og okkar, sem þarna ólumst
upp á fyrsta og öðrum tug aldar-
innar.
Jóhann Gunnarsson, fyrrverandi
rafstöðvarstjóri á Norðfirði, hefur
safnað mér nokkurri fræðslu til við-
bótar því, sem ég sjálfur vissi og
mundi, og svo Sveinn Guðmundsson
frá Laufási og frú Unnur Pálsdóttir
kona hans, sem hér eru búsett. Þessu
fólki öllu kann ég beztu þakkir fyrir
fræðsluna. Sé eitthvað „missagt í
fræðum þessum“, ber ég ábyrgðina,
því að mig er að saka um það. Mynd-
in á blaðsíðunni til hægri er af
þeim hluta þorpsins, sem um aldir
var kallað Nes. Þar gekk eyri fram í
fjörðinn. Sá hluti þorpsins byggðist
um og eftir aldamótin á landareign
Nesjarðarinnar, sem þar var bújörð
frá fornu fari. Innan við það byggð-
arhverfi tók við Stekkj arnesið. Mörk-
in voru við Sandhól eða þar um bil,
húsið nr. 24 á myndinni. Þar var
kirkjan byggð, er hún var flutt frá
Skorrastað árið 1896. (Sjá myndina
á bls. 277). Stekkjarnes hét hluti
fjarðarstrandarinnar frá Sandhóls-
mörkum að læki þeim, er rennur inn-
an vert við fyrrverandi verzlunarhús
Stefáns kaupmanns Stefánssonar. Þó
er það hús stundum talið með næsta
hverfi innan við Stekkjarnesið,
Krossavík. A seinni áratugum hefur
sá hluti byggðarinnar heitað Vík í
daglegu tali.
Skýringar mínar við myndina eru
276
BLIK