Blik - 01.06.1969, Page 280
að mestu leyti miðaðar við uppvaxt-
arár mín á Norðfirði eða fyrstu tvo
áratugi aldarinnar, enda mun þessi
mynd tekin stuttu eftir 1918.
Nr. 1. Húsið næst á myndinni var
lengi vörugeymsluhús Verzlunar
Konráðs Hjálmarssonar og stóð fyr-
ir neðan Strandveginn gegnt verzl-
unarhúsinu. Bryggjan var notuð við
uppskipun á matvörum og timbri, en
hafskipabryggja var þá engin í kaup-
túninu. Fremst við bryggjuna er van-
hús.
Nr. 2. 'Fiskhús og aðgerðarpallur
Ogðu-útgerðarinnar. V/b Ógðu áttu
þeir saman Gísli Jóhannsson, síðar
mágur minn, og Karl Guðmundsson
frá Hesteyri í Mjóafirði, tengdafað-
ir hans. Gísli var formaður á bátnum.
Nr. 3. Þennan skúr mun Verzlun
Konráðs Hjálmarssonar hafa átt og
leigt hann árabátaútgerðum.
Nr. 4. Sjóhús feðganna í Sandhól
(nr. 24), Gísla Þorlákssonar og Þor-
láks Gíslasonar.
Nr. 5. Davíð kaupmaður Jóhann-
esson frá Eskifirði, bróðir Alexand-
ers heitins prófessors, átti þetta sjó-
hús um skeið, enda rak hann verzlun
sína í húsinu nr. 23. Síðar hafði
Svavar bróðir minn, útgerðarmaður
og formaður, útgerðarbækistöð sína
í þessu húsi og notaði þá bryggjuna
fram af því.
Nr. 6. Sjóhús og bryggja bræðr-
anna Péturs og Þórðar Sveinbjarnar-
sona á Kvíabóli (nr. 22). Pétur
Sveinbjarnarson, formaður og út-
gerðarmaður, fórst með allri áhöfn
sinni í námunda við Norðfjarðar-
nípu, að talið var. Austan við (utan
við) sjóhús nr. 6 sést á mæni lítils
sjóhúss. Það var sjóhús Sverris
Sverrissonar, þekkts útgerðarmanns
og sægarps á árabáta- og smávél-
bátaárunum.
Nr. 7. Hús og bryggja, sem Norð-
maðurinn Thomsen átti, útgerðar-
maður frá Nesi. Síðar byggði hann
ofan á sjóhúsið og bjó þar.
Nr. 8. Sjóhús og bryggja Ingvars
útgerðarmanns Pálmasonar á Ekru,
síðar alþingismanns Sunnmýlinga.
Ofan við sjóhús Ingvars Pálmasonar
sést svart hús. Það ber yfir sjóhús
nr. 7, Thomsenshúsið. Þetta mun á
sínum tíma hafa verið elzta hús í
þorpinu, kallað „Svarta húsið“. Það
var eign Verzlunar Sigfúsar Sveins-
sonar, og mun Sveinn kaupmaður
Sigfússon hafa byggt það á fyrri öld,
er hann hóf verzlunarrekstur á Nesi.
Utveggir húss þessa voru klæddir
sköruðum borðum og tjargaðir (sbr.
„Kornloftið“ eða „Svarta húsið“ hér
vestan við Skansinn). I „Svarta hús-
inu“ geymdi „Sigfúsarverzlunin ‘
smíða- og panelvið.
Nr. 9. Sjóhús (aðgerðarhús) verzl-
unar Sigfúsar Sveinssonar, sem rak
bæði verzlun og útgerð í stórum stíl,
eftir því sem þá gerðist. Verzlunin
átti öll húsin, sem standa á svæðinu
milli nr. 8 og 9, verzlunarhús (með
tveim gluggum á innstafni og tveim
kvistum gegn suðri), íbúðarhús,
vörugeymslu, íshús, snjó- og is"
geymsluhús, matstofa verkafólks og
sjómanna að sumrinu o. fl. Þar vann
margt Sunnlendinga, m. a. Vest-
278
BLIK