Blik - 01.06.1969, Qupperneq 281
mannaeyingar, á sumrin, er lífið var
mest í útgerð og sjósókn.
Sigfús Sveinsson lét grafa tjörn
uppi á mýrum fyrir ofan Ekru (nr.
14) og lét á vetrum flytja þaðan ís
í ísgeymslu sína. Á sumrum seldi
hann nokkuð af þeim ís erlendum
fiskiskipum, t. d. færeyskum. Sjálfur
átti kaupmaðurinn íshús að kana-
diskri gerð, eins og Isak Jónsson
byggði íyrir Konráð kaupmann
Hjálmarsson, frænda sinn í Mjóa-
firði, um aldamótin.
Nr. 10. „Gamla Lúðvíkshúsið“,
íbúðarhús Lúðvíks Sigurðssonar, út-
gerðarmanns og kaupmanns. Þetta
hús mun fyrst hafa verið byggt inni
í Vík eða innar með firðinum, byggt
þar fyrir aldamót. Líklega byggðu
síldveiðimenn það upprunalega. Full-
yrt er, að Sveinn kaupmaður Sigfús-
son, faðir Sigfúsar kaupmanns, hafi
keypt húsið og flutt það út á Nes
fyrir aldamótin.
Mér er tjáð, að séra Jón Guð-
mundsson, sóknarprestur, hafi búið í
þessu húsi, eftir að sóknarkirkjan
var flutt frá Skorrastað í Norðfjarð-
arsveit út á Nes, og prestur settist
þar að.
Lúðvík Sigurðsson, útgerðarmað-
ur, keypti hús þetta fyrir eða um
aldamótin og bjó í því um árabil eða
þar til hann flutti í „Nýja Lúðvíks-
húsið“, þ. e. húsið nr. 11 á myndinni.
Nr. 11. „Nýja Lúðvíkshúsið“, sem
hyggt var á árunum 1913 og 1914.
A þakhæð þessa húss bjó Pétur hér-
aðslæknir Thoroddsen í nokkur ár,
eftir að hann gerðist héraðslæknir á
Norðfirði (1913). Lúðvík Sigurðs-
son bjó sjálfur á aðalhæð hússins
með hina stóru fjölskyldu sína, og
rak verzlun sína í kjallaranum.
Nr. 12. „Gamla prestshúsið“, sem
séra Jón Guðmundsson (sóknar-
prestur að Skorrastað 1888 og pró-
fastur frá 1911) byggði fyrir eða um
aldamótin, eftir að Skorrastaðar-
kirkja var flutt út á Nes, og bjó þar,
þar til hann flutti í „Nýja prests-
húsið“ (nr. 13) árið 1914. Prófast-
urinn var póstafgreiðslumaðuráNesi
um margra ára skeið og var póst-
afgreiðslan í kjallara nýja hússins,
gengið inn um vesturdyr. „Gamla
prestshúsið“ hefur heitað Dagsbrún,
síðan Eiríkur útgerðarmaður Stef-
ánsson flutti að Nesi og keypti það
til íbúðar.
Nr. 13. „Nýja prestshúsið“, byggt
1914. Ibúðarhús prófastshjónanna
og póstafgreiðsla.
Nr. 14. Ekra (ytri), íbúðarhús
Ingvars Pálmasonar, útgerðarmanns
(og síðar alþingismanns Sunnmýl-
inga) og Hjálmars Olafssonar, verk-
stjóra (eða manns allt í öllu) við
Verzlun Sigfúsar Sveinssonar. Fyrir
austan Ytri-Ekru (nr. 14) ber við
loft heyhlöðu, sem Páll kaupmaður
Þormar lét byggja, er hann fékk afnot
af miklum hluta gamla Bakkatúnsins
(túni hinnar fornu bújarðar að
Bakka á Nesi).
Nr. 15. Ekra (innri). Hér bjó
Einar hreppstjóri Jónsson, sá, sem
lét mest til sín taka í Færeyinga-
slagnum mikla sumarið 1912, er ís-
lendingar og Færeyingar slógust eft-
»UK
279