Blik - 01.06.1969, Síða 282
irminnilega. Þá var það, sem ég sá
Guðmund gamla berja Færeyinginn
með bauknum sínum, svo að hann
varð óvígur, og Bergþór þreif hníf
úr bát Lárusar Yaldorfs og skar sól-
ann undan skónum sínum fyrir fram-
an augun á færeysku sjómönnunum
til þess að sýna þeim, að bit væri í
kuta. Þá tóku þeir á rás. Margs er
að minnast! Eg get þessa til að vekja
forvitni. Söguna þarf að skrá.
Nr. 16. f þessu litla húsi bjó um
árabil Guðjón Eiríksson, faðir frú
Sigríðar Guðjónsdóttur, konu Bergs
smiðs Eiríkssonar á Þórhól (nr. 18).
Nr.17. Bakki, verzlunarhús Björns
Björnssonar kaupmanns. Húsið mun
byggt skömmu eftir aklamótin. Hall-
dór bóndi Stefánsson á Bakka, bú-
jörðinni utan við Nes-þorpið, byggði
húsið, sem var lengi eign Bjarna
Halldórssonar, yngsta barns Halldórs
bónda og konu hans.
Nr. 18. tbúðarhús Bergs Eiríks-
sonar trésmíðameistara.
Nr. 19. íbúðarhúsið að Hjöltum.
Húsið byggði Sigurjón verzlunar-
maður Kristjánsson yfir foreldra
sína, Kristján Benjamínsson, verka-
mann, og konu hans, Salgerði Jóns-
dóttur. Sjálfur kvað Sigurjón búa nú
í húsi þessu.
Nr. 20. Líklega hlaða eða pen-
ingshús frá Ekru.
Nr. 21. Laufás, íbúðarhús hjón-
anna Guðmundar Stefánssonar og
Valgerðar Arnadóttur frá Græna-
nesi, foreldra Sveins Guðmundsson-
ar að Arnarstapa hér í bæ.
Nr. 22. Kvíaból. Þetta hús var
byggt á fyrstu árum aldarinnar. Eig-
endur: Haraldur Runólfsson, fiski-
matsmaður, og Sveinbjörn Svein-
björnsson frá Eldleysu í Mjóafirði.
Haraldur átti austurendann og bjó
þar um 6 tugi ára. Hann lézt fyrir
þrem árum eða svo í mjög hárri elli.
Eftir daga hjónanna Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar og Unu konu hans
Ormarsdóttur, eignaðist Pétur son-
ur þeirra innri enda þessa húss og
bjó þar með konu sinni, frú Guðrúnu
Eiriksdóítur. Nú kvað Pétur Péturs-
son, sonur þeirra hjóna, eiga allt
húsið.
Sjónglöggur lesandi getur greint
klofna steininn í túninu niður af
Kvíabólshúsinu. Þessi steinn var
sprengdur í tvennt um það bil sem
húseignin Bakki (nr. 17) var byggð.
Stuttu síðar andaðist maður sá, sem
lét sprengja steininn. Hann andaðist
á voveiflegan hátt. Hann fékk þannig
ekkert ráðrúm til að fjarlægja stein-
inn. Dauðinn gerir stundum ekki boð
á undan sér!
Þessir atburðir urðu fólki að efni
í þjóðsögu. Huldufólk hafði átt að
búa í steininum, þegar hann var
sprengdur. Það hefndi sín á mann-
inum með því að „senda hann til
guðs!“
Þessi sögn lifði „blómalífi“ með
Norðfirðingum á bernskuárum mín-
um þar í byggð.
Nr. 23. íbúðar- og verzlunarhús
Davíðs kaupmanns Jóhannessonar
frá Eskifirði. Síðar verzlaði Harald-
ur Víglundsson, bróðir minn, í þessu
húsi. Mér er tjáð, að það hafi enn
280
blik