Blik - 01.06.1969, Page 283
síðar verið bækistöð Hj álpræðisbers-
ins þar í kaupstaSnum, eSa var
byggðin ekki orSin kaupstaSur þá?
Nr. 24. Sandhóll, íbúðarhús Gísla
Þorlákssonar og síðar Þorláks sonar
hans. Fyrir allmörgum árum var hús
þetta rifið og hús nr. 25 flutt á lóS
þess.
Nr. 25. Goodtemplarahúsið, sem
byggt var um aldamótin. Eigandinn
var Stúkan Nýja-Oldin, sem stofnuð
var í þorpinu í byrjun aldarinnar,
eins og nafnið bendir til. Eigendur
þessa húss eru nú hjónin Jóhann
Gunnarsson frá Holti í Mjóafirði og
Ólöf Gísladóttir frá Sandhól. HúsiS
var selt, er goodtemplarar byggðu
sér nýtt hús í túni Gísla Hjálmars-
sonar, sem einu sinni var, og var þá
húsið flutt á lóð Sandhóls, eins og
áður getur.
I goodtemplarahúsinu gamla vann
ég bindindisheit mitt á fundi með
fóstra mínum vorið 1914. Þá steig
ég eitt mitt mesta gæfuspor í lífinu.
Þetta vil ég undirstrika ungum mönn-
um og konum til íhugunar. Þetta heit
hefi ég haldið æ síðan. Engu tapað
við það nema meðal annars samlyndi
allskyns drabbs- og drykkjulýðs og
misindisfólks í mismunandi fínum
fötum, en hlotið ólýsanlega mikið
happ í lífinu sökum staðfestu minnar
í bindindismálum, — hamingju, sem
ég óska hverjum ungum Islendingi,
pilti og stúlku. Til þess að hljóta slík-
an lífsfeng þarf staðfestu og traust
viljalíf. Sannarlega er allt of mörg-
um þar ábótavant. Því fer sem fer.
I Goodtemplarahúsinu gamla geng-
um við 4 með öðrum eldri í ung-
lingaskóla þann, sem Ólafur Sveins-
son frá FirSi í MjóafirSi rak á Nesi
fermingarárið okkar. Síðasta vetur-
inn okkar í barnaskólanum vorum
við „lánuð“ í unglingaskólann.
I gamla Goodtemplarahúsinu
fengu líka fósturforeldrar mínir inni,
er íbúðarhúsið þeirra „Eldri-Hóll“
brann til kaldra kola í janúar 1920.
Þar bjó ég hjá þeim um sumarið og
fram á haust, meðan við fóstri minn
unnum að byggingu „Nýja-Hóls“,
sem við fluttum í um haustið. Jafn-
framt hyggingarvinnunni stunduðum
við sjóinn saman á lidum færeysk-
um báti, sem hann átti. Allt tókst
þetta vel og giftusamlega fyrir okkur.
í gamla Goodtemplarahúsinu átti
sér líka stað „pólitískt undur“, þeg-
ar ég var 13 ára. Þá var haldinn þar
almennur fundur. Ekki man ég ástæð-
una til þess. En það man ég og veit,
að til þess tíma, svo lengi við mund-
um flest, höfðu kaupmennirnir í
þorpinu og prófasturinn verið gjör-
samlega einvaldir þar um allt. Þeir
gátu með táknrænum orðum ráðið
því, hvort Jón Jónsson, verkamaður,
hafði grjón í grautinn sinn 5 daga
vikunnar eða 7 daga, hvort hann át
brauðið sitt þurrt í dag eða þá held-
ur á morgun. Víst var um það, að
smurt yrði það naumast alla daga
vikunnar.
A fundi þessum kom fram tillaga
frá Guðjóni Símonarsyni, útgerðar-
manni og formanni kunnum. Efni
hennar man ég ekki, en það kitlaði
valdhafana á fundinum. Prófastur-
blik
281