Blik - 01.06.1969, Síða 284
irin andæfði í allri hógværð og full-
trúar kaupmannavaldsins höfðu hátt.
Guðjón þæfði og var rökfastur á
köflum og fleiri tóku til máls. Svo
var tillagan borin upp, og viti menn!
Hún var samþykkt. Það hafði víst
aldrei átt sér stað fyrr, svo að fóstri
minn mundi þar á Nesi. Fólk stóð
undrandi. Voru breyttir tímar í
vændum? Það kom á suma af okkur
strákunum. Andúðin á valdhöfunum
var brennandi. Við höfðum drukkið
hana í okkur með móðurmjólkinni.
Leifar danskrar kúgunar eða hvað?
Við vissum það ekki, en svona var
það. Allsnægtirnar annars vegar, -—
skorturinn og eymdin hins vegar.
Þetta sáum við, þetta skildum við,
þetta vissum við og allar ástæðurnar
fyrir ástandinu, eins og það var. Það
hafði gjörbreytzt til hins verra síð-
ustu 10 árin, bilið breikkað, kjör
hins stritandi versnað stórlega með
auknum og batnandi veiðitækjum.
Nr. 26. Hús til geymslu á þurr-
fiski. Eigandi var Verzlun Sigfúsar
Sveinssonar. Vistarverur aðkomusjó-
manna voru í þakhæð þessa húss, t.
d. Sunnlendinganna á sumrum.
Nr. 27. Hér sést á út- og suður-
hornið á Verzlunarhúsi Konráðs
Hjálmarssonar. Konráð kaupmaður
var frá Brekku í Mjóafirði. Hann
rak verzlun í Mjóafirði um árabil og
byggði þar stórt verzlunarhús. (Sjá
bls. 391).
Stekkjarnes
Myndin hér til hægri er af mið-
hluta þeirrar byggðar við Norðfjörð,
er um langan aldur var kölluð Stekkj-
arnes. Einhvers staðar á þessu svæði
hefur staðið stekkur þeirra bænda
þar út með firðinum, ábúendanna á
bújörðunum Nesi, Bakka og Þilju-
völlum. Svo sem vitað er, var stekk-
ur einskonar rétt með lambadilk til
að skilja lömbin frá kvíaánum, þegar
fært var frá.
Vil ég nú fara nokkrum orðum um
flest þau hús, sem sjást á myndinni.
Sum þeirra eiga sér merka sögu.
Nr. 1. 1 þessari útbyggingu við
verzlunarhús Gísla útgerðarmanns
og kaupmanns Hjálmarssonar frá
Brekku í Mjóafirði hóf Valdimar
Sigmundsson Long skólastarf sitt
haustið 1909, þá settur skólastjóri
barnaskólans nýstofnaða á Nesi í
Norðfirði. Tvær skólastofur voru
gerðar í útbyggingu þessari. Onnur
að sunnan, hin að norðan og gangur
inn með gafli íbúðarhússins. Ur hon-
um var gengið inn í skólastofurnar.
Tveir árgangar nemenda voru
hafðir við nám samtímis í hvorri
stofu. Þarna byrjaði ég t. d. barna-
skólanám mitt haustið 1909, þá 10
ára það haust. Kennarar voru Valdi-
mar S. Long, skólastjóri, og Jónas
Erlendsson, sem lengi hafði stundað
kennslu heima hjá sér, áður en fast-
ur barnaskóli varð starfræktur í
kauptúninu. Síðari hluta þessa vetr-
ar (1909—1910) kenndi Björn Jón-
asson, síðar fiskimatsmaður á Nesi,
282
BLIK