Blik - 01.06.1969, Side 286
í veikindaforföllum Jónasar Erlends-
sonar.
Sögu barnaskóla síns ber Norð-
firðingum að skrá hið allra fyrsta.
Nr. 2. Verzlunarhús og íbúðarhús
hjónanna Gísla Hjálmarssonar kaup-
manns og konu hans Hildar Agúst-
dóttur, sem síðar kallaði sig Agötu.
Við mitt húsið, þar sem þrír glugg-
arnir eru á myndinni, var falleg ver-
önd, þar sem frúin og hennar nán-
ustu sáust oft sóla sig, þegar vora
tók við fjörðinn, og svo að sumrinu.
Kaupfélagið Fram eignaðist þetta
hús á sínum tíma og hefur um ára-
skeið rekið þar verzlun.
Nr. 3. Þetta íbúðarhús er yngra
en flest hin á myndinni. Um skeið
a. m. k. var það eign hreppsins eða
kaupstaðarins. Þarna í þessu húsi
bjó Guðrún Kristjánsdóttir, ekkja
Jóns fótalausa, síðustu æviárin sín.
Þarna í nánd stóð íbúðarhúsið Sjó-
lyst, þar sem þau hjónin bjuggu á
annan áratug. Innan við hús þetta
rennur lækur. Farvegurinn er sýni-
legur á myndinni. Utanvert við læk
þennan niður við Strandveginn stóð
Sjólyst. Framendi hússins nr. 4
skyggir á hússtæðið.
Nr. 4. Verzlunarhús Pöntunarfé-
lags alþýðu á Norðfirði (PAN).
Nr. 5. I þessu húsi utan við innri
Hólslækinn var tvíbýli, þegar ég man
fyrst eftir mér á Norðfirði. I fram-
enda hússins bjuggu hjónin Tómas
Tómasson og Hólmfríður Amadótt-
ir, systir Einars bónda Árnasonar á
Hofi í Mjóafirði.
I útenda hússins bjuggu hjónin
284
Björn Eiríksson frá Strönd í Norð-
firði og Vilborg Þorkelsdóttir. Síðar
bjó Einar Sveinn Frímann með konu
sinni Brynhildi Jónsdóttur í innenda
þessa húss.
Nr. 6. Húseignin Brenna. Það mun
hafa verið byggt rétt eftir aldamótin.
Eigandi var Guðjón útgerðarmaður
og formaður Símonarson. Eitt sinn
kviknaði í húsi þessu af einhverjum
annarlegum ásíæðum. Síðan hefur
það borið þetta nafn.
Nr. 7. Barnaskólahúsið, sem Felix
Guðmundsson, þekktur borgari í
Reykjavík, sá um byggingu á fyrir
Norðfirðinga, líklega 1912. Það er
króað inni á milli íbúðarhúsa og ber
staðurinn vitni þeim hreppsvöldum,
sem þá voru í brennidepli þar um
slóðir, alls ráðandi í kauptúninu.
Valdhafarnir áttu lóðir sínar með
byggingum og stakkstæðum svo að
segja fast að skólahúsinu.
Nr. 8. Hóll í Norðfirði. Hér
byggðu fósturforeldrar mínir, hjón-
in Vigfús Sigurðsson frú Kúhól
(Kúfhól) í Landeyjum og Stefánía
Guðjónsdóttir frá Hamarsholti í
Hreppum, sér íbúðarhús sumarið
1901. Þau ráku útgerð og höfðu
nokkurn landbúnað á Stekkjarnes-
inu. Eldri Hóll brann til kaldra kola
í janúar 1920. Um vorið var hafizt
handa um byggingu þessa íbúðar-
húss, er við sjáum á myndinni. Fóst-
urforeldrar mínir byggðu þá að
helmingi við Helga skósmið Jónsson,
sem nú starfar á Akranesi. „Við“
áttum suðurkvistinn og framenda
hússins. Fóstri minn hafði trésmíða-
* BLIK