Blik - 01.06.1969, Side 287
verkstæði sitt í sínum hluta kjallar-
ans, og Helgi skóverkstæði sitt í sín-
um hluta.
Hólshúsið er plankahús byggt upp
úr norsku húsi, sem byggjendurnir
keyptu af Sæmundi kaupmanni Þor-
valdssyni. Hafði hann búið í því er
hann og kona hans áttu heima á
Kolableikseyrinni í Mjóafirði. Þar
rifu sem sé byggjendur Hóls þetta
hús og fluttu til Norðfjarðar.
Við fóstri minn unnum mest tveir
að byggingu hans hluta Hólshússins.
Því var að mestu lokið, er ég fór að
heiman í annað sinn, og þá til Nor-
egs vorið 1921.
Nr. 9. Nýbúð, íbúðarhús Konráðs
kaupmanns Hjálmarssonar.
Nr. 10. Harðangur. Á þakhæð
hússins bjó Jónas skáld Þorsteinsson.
(Sjá grein um hann í Bliki 1967),
en á neðri hæðinni Jón (eldri)
Rafnsson, aðventisti og kunnur sjó-
maður og verkamaður í þorpinu.
Nr. 11. Ibúðarhús Sigdórs Brekk-
ans kennara frá Brekku í Mjóafirði.
Þetta hús flutti hann norðan frá
Mjóafirði. Þar hét þetta hús Holt,
íbúðarhús Gunnars útgerðarmanns
Jónssonar og konu hans Nikulínu.
Nr. 12. Heiðarbýli, íbúðarhús
Lilju systur minnar og manns henn-
ar Halldórs Jóhannssonar, bróður
konu minnar. Ofan við þetta hús
standa Blómsturvellir. Þar bjuggu
hjónin öldruðu, Ingimundur og Guð-
rún. Hún var systir Stefaníu fóstru
minnar.
Nr. 13. Hlaða Lárusar Waldorf,
sem bjó í Melbæ, næsta húsi til
vinstri við hlöðuna. Með vilja minni
ég á útihús þessi. Þau tákna og
minna á þann smábúskap, sem fjöl-
margir heimilisfeður ráku með smá-
útgerð sinni og handverki. Ofan við
Melbæ sést Baldurshagi. Þar bjuggu
hjónin Jón Sören og Signý Sigurðar-
dóttir, systir Guðrúnar heitinnar Sig-
urðardóttur konu Engilberts Gísla-
sonar málarameistara hér í bæ.
Á Stekkj arnesinu bjuggu um 50
manns við s.l. aldamót.
Hafsteinn Stefánsson hringdi til Brynjólfs Einarssonar, en enginn anzaði
í símann:
Ég hringdi til hans Brynjólfs, því að
Bragavinur sá
er einn bezti, sem ég þekki,
en hafið fyrir satt, að mér býsna mikið brá,
þegar Brynki svaraði ekki.
Til Hafsteins
Við höfum masað marga stund,
mælzt á kímnibögum,
látið ylja okkar lund
eld frá liðnum dögum.
Það hafa margir annríkt í átökunum hér
við endalausan tímann,
en ekki veit ég hvers konar kæruleysi er
að koma ékki í símann.
Þeirri ósk skal að þér beint
að þú haldir þinni vöku,
úr því mér er orðið hreint
ómögulegt að gera stöku.
Br. E.
BLIK
285