Blik - 01.06.1969, Page 290
Jakob Biskupsstöð á ejri árum.
saman 6 árabáta fyrir útgerðarfélag
í Danmörku. Félag þetta gerSi út
skip á IslandsmiS, og skyldu bátarnir
notaSir við þær veiSar.
Kunnur bátasmiSur á Myrkjaneyri,
þar sem Jakob Biskupsstöð fæddist,
var Götu-Jóhann Pétur. Hann var 8
árum eldri en Jakob Biskupsstöð.
Hjá þessum bátasmíðameistara hóf
Jakob smíðanámið og fullyrti síðan,
að enginn hefði veitt honum gagn-
legri fræðslu af mikilli þekkingu og
kunnáttu í bátasmíðum en Götu-Jó-
hann, en hann lézt á ungum aldri.
Þegar Jakob Biskupsstöð var 18
ára, greip hann löngun til að smíða
bát á eigin spýtur. Þá báðu tveir Fær-
eyingar hann að smíða fyrir sig bát.
Þetta framkvæmdi Jakob með aðstoð
föður síns. 011 mál á þessum nýja
báti voru tekin af gömlum báti, sem
288
nafni hans í Gerðum átti. Þann bát
hafði Simon í Nornastofu í Mikladal
smíðað fyrir löngu. ;
A árunum 1880—1890 var engin
hafskipabryggj a í Klakksvík, enda
þótt staðurinn væri mikilvæg verzl-
unarmiðstöð. Öllum vörum var þar
skipað upp á áttæringum.
J. C. Djurhus, verzlunarstjóri, bað
Jakob Biskupsstöð að smíða fyrir
verzlunina stóran uppskipunarbát.
Það gerði hann. Jakob smíðaði 7
smálesta uppskipunarbát fyrir verzl-
unina, og líkaði hann mjög vel. Þá
var Jakob rúmlega tvítugur að aldri.
Þessi uppskipunarbátur var stærsta
fleyta, sem smíðuð hafði verið þar
í byggð. Og bátasmíöi þessi leiddi
til þess, að Jakob áræddi síðar að
smíða þilfarsbáta, sem settar voru
vélar í.
Jakob Biskupsstöð kvæntist árið
1895. Þá hafði hann dvalizt hluta úr
5 árum á íslandi. Fyrst fór hann til
íslands árið 1889 og dvaldist þá á
Seyðisfirði. Þau ár, er Jakob stund-
aði sjóróðra á íslandi að sumrinu,
smíðaði hann nokkra árabáta heima
hjá sér að vetrinum að beiðni Aust-
firðinga.
Sunnlendingar, sem stunduðu sjó-
róðra á Austfjörðum að sumrinu fyr-
ir og um aldamótin, kynntust bátum
þessum og vildu gjarnan eignast slík-
ar fleytur.
Ekki er loku fyrir það skotið, að
einhver Færeyingur hafi smíðað ára-
báta fyrir íslendinga á undan Jakob
Biskupsstöð. Hvernig sem því er var-
ið, þá er það víst, að Pól á Hamri af
BLIK