Blik - 01.06.1969, Page 294
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Ruddar markverðar brautir
Fyrstu vélaverkstœðin í Vestmannaeyjum
1. Þáttur Matthíasar Finnbogasonar
Þorsteinn heitinn Jónsson, útgerð-
armaður og skipstjóri í Laufási, og
hinir dugmiklu félagar hans um
fyrstu vélbátaútgerðina í Vestmanna-
eyjum, fóru í fyrsta róðurinn á nýja
vélbátnum, Unni V E 80, 3. febrú-
ar 1906.
Illa hafði verið spáð fyrir þessu
framtaki þeirra félaga að festa kaup
á vélbáti til fiskveiða hér við Eyjar.
En von og trú þeirra félaga lét sér
ekki til skammar verða. Þessa fyrstu
vertíð vélbátaútvegsins hér, ef ég
mætti orða það þannig, fóru þeir á
litla vélbátnum fleiri róðra en hinir
djörfustu og bezt menntu formenn á
árajskipunum og öfluðu jafnframt
mikið meira.
Mikilvæg og markverð hugsjón
rættist, og hitamagn „fór um önd“
þeirra, sem hrintu henni í fram-
kvæmd. Allir hinir voru ásjáendur
og höfðu hitann í haldinu, hefðu svo
fegnir viljað þá þegar eiga vélbát,
og réru brátt að því öllum árum að
eignast hlut í vélknúinni fleytu eins
og Þorsteinn og félagar hans áttu þá
þegar.
Svo var þá knúið á og leitað til
þess manns í Eyjum, sem virtist hafa
lykilinn að öllu, sem laut að verzlun
og viðskiptum, útgerð og bátakaup-
um og öllum öðrum athöfnum í hinu
daglega lífi Eyjafólks, atorkusamur
og víðsýnn, áhugasamur og ákafur,
er því var að skipta, velviljaður og
gæddur miklu og farsælu fjármála-
viti, kaupmaðurinn Gísli J. Johnsen.
Hann hófst handa um að útvega
útgerðarmönnum byggðarlagsins
vélbáta frá Danmörku.
Vetrarvertíðina 1907 urðu vélbát-
ar Eyjabúa 22. Hver þeirra var sam-
eign 5—6 manna. Samtals áttu hluti
í þeim 119 menn, flestir heimilisfeð-
ur í sveitarfélaginu, útgerðarstöð-
inni.
Ný tækni í fiskveiðum ruddi sér
til rúms. Aldahvörf áttu sér stað í
V estmannaey j um.
Flestir fyrstu vélbátarnir voru 8—
9 smálestir að stærð með 8—10
hestafla vél. Helztu vélategundirnar
í fyrstu bátunum voru Dan-, Möller-
up-, Gideon- og Alfavélin.
Á þessum tímum brautarbrots og
nýrrar tækni áttu íslendingar mjög
fáa vélfræðinga eða aðra kunnáttu-
menn um byggingu og meðferð
bátavéla.
Þegar vélbátafloti Eyjamanna óx
292
BLIK