Blik - 01.06.1969, Page 295
Matthías Finnbogason. Fœddur er hann að
Prestshúsum í Reynishverfi í Mýrdal 25.
apríl 1882. Foreldrar: Finnbogi Einarsson
(hreppstjóra í Þórisholti Jóhannssonar) og
konu hans, Matthildar Pálsdóttur. Kona
Matthíasar Finnbogasonar var frú SigríSur
Þorsteinsdóttir frá Vilborgarstöðum í Vest-
mannaeyjum.
svo hröðum skrefum, varð þeim
nauðsynlegra en flest annað, að lærð-
ir menn í meðferð bátavélanna og
viðgerðum á þeim, væru búsettir og
starfandi í verstöðinni. Smíða þurfti
heila vélahluti og svo inna af hendi
margháttaðar viðgerðir á þeim svo
að segja daglega, eftir að vetrarver-
tíð hófst, þó reyndust vélarnar gang-
vissar, en vankunnáttan var oft þránd-
ur í götu þess, að full not fengjust
af þeim.
Þegar vélbátafloti Eyjahúa óx svo
hröðum skrefum, varð atvinnulífinu
þar nauðsynlegra en flest annað, að
búsettir væru í verstöðinni kunnáttu-
menn um meðferð og viðgerðir báta-
vélanna og starfrækt vélaverkstæði
með fullkomnum tækjum til að smíða
og lagfæra vélahluti.
Ekki mun víða í landinu hafa búið
almennt ríkari smíðigáfa og hand-
lagni en með Eyjabúum, sérstaklega
þeim, sem aðfluttir voru á fyrstu
áratugunum eftir aldamótin. Fjöl-
margir þeirra, sem búsettu sig þar á
fyrstu uppgangs- og vaxtarárum vél-
bátaflotans, fluttust úr Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafellssýslu eða voru
ættaðir þaðan. I þeim sýslum hafði
ávallt svo lengi sem sögur greindu
búið margir hagleiksmenn, Völundar
til smíða á tré og járn, oft snilling-
ar með afbrigðum. Þeirra eiginleika
naut nú vélbátaútvegur Eyjabúa í
ríkum mæli, einmitt nú á þessum
frumbýlings- og byltingarárum í at-
vinnulífinu, er hið meðfædda brjóst-
vit og náðargáfa þjóðhagasmiðsins
varð styrkasta stoðin og uppspretta
úrræðanna, þar sem tækniþekking-
una og reynsluna skorti gjörsamlega.
Það er vitað, að í þessum nefndu
sýslum fengu atvegsbændur í Eyjum
smíðuð kunnustu og beztu opnu skip-
in sín um aldir, mestu happafleyturn-
ar í verstöðinni. Síðustu dæmin í
þessum efnum eru áttæringarnir Trú,
ísak og Gideon, sem smíðuð voru öll
á Ljótarstöðum í Landeyjum á fyrri
hluta 19. aldar.
Einn af þessum hagleiksmönnum,
293
blik