Blik - 01.06.1969, Side 296
sem búsett hafði sig í Eyjum um eða
eftir aldamótin var Matthías Finn-
bogason frá Prestshúsum í Mýrdal,
sem enn er lífs á meðal okkar, nú
á níræðisaldri. Hann hefur lengst af
verið kenndur hér við íbúðarhús sitt
að Hásteinsvegi 24, Litlhóla.
Eins og ég drap á, reyndust vél-
arnar í fyrstu bátunum vissulega
gangvissar, en þekkingarskorturinn
hamlaði, hindraði full not af þeim
og þeirri tækni til aukinna veiða, sem
vélbátarnir í heild voru svo sannar-
lega. Margt þurfti að lagfæra, því að
mörgu var ábótavant og margt gekk
úr skorðum, ekki sízt í veðrabrigð-
um vetrarins og veðraham.
Sjaldnast var vélgæzlumaðurinn
því vaxinn að lagfæra sjálfur það,
sem aflaga fór í vélarrúminu, hvort
sem það var olíuleiðsla, smurolíu-
kerfið, gangráðurinn eða olíugjöfin,
svo að eitthvað sé nefnt. Þá þurfti
handlaginn útsjónarmann til að
ráða hót á biluninni, og það sem
allra fyrst, svo að veiðar heftust ekki
eða tepptust nema sem allra styztan
tíma af þeim sökum. Þá var snilling-
urinn Matthías Finnbogason jafnan
kvaddur til hjálpar, enda boðinn og
búinn til aðstoðar við vélarnar, eftir
því sem hrjóstvit hans og handlagni
hrökk til, þó án allrar tæknikunnáttu
og nauðsynlegra verkfæra eða smíða-
véla á þessu sviði. Enginn í Eyjum
fann því betur og skildi, hvar skórinn
kreppti mest að um þekkingu og
skilning á gerð vélanna og gangi,
lagi og lögmáli en bóndasonur þessi
frá Prestshúsum í Mýrdal.
Sumarið 1906 var mjög til Gísla
J. Johnsen leitað um kaup á vélbát-
um til handa Eyjabúum. Hann brást
vel við og festi kaup á þeim frá Dan-
mörku, ég held eingöngu frá Frið-
rikssundi. Jafnframt festi P.T. Bryde,
kaupmaður í Austurbúðinni, kaup á
vélbátum fyrir nokkra Eyjabúa. Þá
voru einnig búsettir þeir menn í Eyj-
um, sem þegar réðust í að láta smiði
í kauptúninu byggja vélbáta undir
Skiphellum. Þeir pöntuðu síðan vél-
ar í þá frá Danmörku, flestir.
Smátt var um gjaldmiðilinn hjá
mörgum þeim, sem báðu Gísla J.
Johnsen að panta fyrir sig bát frá
Danmörku. Gerðist hann þá gjarnan
sjálfur meðeigandi til þess að létta
mönnum válbátakaupin. Þannig gerð-
ist hann meðeigandi í 8 vélbátum ár-
ið 1908 af 17, sem hann festi kaup
á fyrir Eyjabúa það ár. Ekki er mér
kunnugt um, að Bryde kaupmaður
gerðist meðeigandi í neinum þeim
báti, sem hann stóð að kaupum á
fyrir Eyjabúa eða hluthafi.
I flestum bátunum, sem Gísli J.
Johnsen hafði milligöngu um kaup á,
greiddi hann 1/6 úr eigin pyngju,
gerðist eigandi að 1/6 hluta báts-
ins. Svo að hér var ekki um sókn
eftir valdi að ræða. Valdið hlutu 5/6
hlutarnir að hafa yfir bát og útgerð.
Hinu er ekki að leyna, að hinn hyggni
og glöggi f j ármálamaður sá sér
hagnaðarvon í því og fyrirtæki sínu,
að útgerð, sem hann átti hlut í,
294
BLIK