Blik - 01.06.1969, Page 297
mundi líklegri til þess að láta hann
njóta viðskipta umfram aðra.
Glögglega sá Gísli J. Johnsen, hvar
skórinn hlaut að kreppa að vélbáta-
útgerðinni sökum skorts á hæfum
kunnáttumönnum um meðferð og
viðgerð vélanna. Sumarið 1906 kom
hann því að máli við Matthías Finn-
bogason og hvatti hann til að sigla
til Danmerkur og dveljast þar á véla-
verkstæði svo sem eitt ár til þess að
auka hæfni sína í vélaviðgerðum,
festa kaup á fullkomnum verkfærum
til þeirrar iðju og stefna að því að
koma á laggirnar sem allra fullkomn-
ustu vélaverkstæði í Vestmannaeyj-
um.
Þetta var auðsótt mál við Matthías
Finnbogason, og fór allt að áætlun,
eins og við manninn var mælt.
Báðum var þeim það ljóst, þess-
um mætu Eyjamönnum, að markverð
og sögurík aldahvörf voru að hefjast
í atvinnulífi Eyjafólks og allrar ís-
lenzku þjóðarinnar, og kunnáttu,
leikni og meðfædda hæfni þurfti til,
ef hin nýju og stórfelldu atvinnu- og
framleiðslutæki áttu að geta bless-
azt byggðarlaginu í heild og þeim
býsna mörgu, sem hingað leituðu
lífsbjargar sér og sínum á vetrarver-
tíðum a. m. k.
Haustið 1906 sigldi Matthías Finn-
bogason til Kaupmannahafnar og tók
þá til starfa og náms í vélaverksmiðju
Danvélanna í Danmörku. Þarna
dvaldist hann veturinn 1906—1907
og kom heim um sumarið.
Tveir Danir reyndust Matthíasi
Finnbogasyni betri en flestir aðrir.
Þeir lánuðu honum fé úr eigin vasa
til kaupa á verkfærum og ýmsum
öðrum stærri tækjum til vélaverk-
stæðisins, sem hann stofnaði til í
Eyjum. Matthías hafði sem vonlegt
var lítið fjármagn til áhaldakaupa
og lánsfé lá þá ekki á lausu, en án
fullkominna verkfæra, eftir því sem
þau gerðust þá, var gagnslaust að
stofna til verkstæðisins, enda þótt
kunnáttan væri fengin.
Eftir heimkomuna stofnsetti Matt-
hías Finnbogason verkstæðið sitt og
fékk inni fyrir það í Dvergasteini
við Heimagötu, sem barnaskóli
þorpsins hafði flutt úr fyrir þrem
árum eftir 21 árs starf þar. Það hús
var þá orðið eign Sigurðar ísleifs-
sonar, trésmíðameistara. Jafnframt
hófst Matthías handa um að byggja
sér íbúðarhús, þar sem hann vildi
hafa verkstæði sitt í kjallara. Allt
gekk þetta eftir ætlan og áætlan. Hús
þetta er húseignin Jaðar við Vest-
mannabraut (nr. 6), timburhús á
steyptum kjallara.
Eins og áður er drepið á, þá gerðu
Vestmannaeyingar út 22 vélbáta ver-
tíðina 1907 og voru eigendur þeirra
samtals 119 heimilisfeður í Eyjum
eða 5—6 um hvern bát. Vélbátarn-
ir voru því sameign þeirra manna,
sem að þeim stóðu og við þá unnu
að örfáum undantekningum, og
höfðu lífsframfæri sitt og sinna af
útgerðinni.
Matthías Finnbogason gat byrjað
rekstur vélaverkstæðisins í hinu nýja
húsi sínu um áramótin 1908/1909-
Um sama leyti tók til starfa í Vest-
B LIK
295