Blik - 01.06.1969, Síða 298
mannaeyjum fyrsta frystihúsicf í eigu
Islendinga, er var knúið vélum, —
frystihús ísfélags Vestmannaeyja á
Nýjabæjarklöpp. ASeins þetta
tvennt sannar okkur þann kraft og
dugnað, viljastyrk og fyrirhyggju,
sem þá var alls ráðandi í athafnalífi
Eyjabúa á þessum umbreytinga- og
aldahvarfaárum, þegar þessi nýja
tækni var að ryðja sér til rúms. A
engan skal eða er hallað, þó að drep-
ið sé á þá staðreynd, að Gísli J. John-
sen var „potturinn og pannan“ í öll-
um þessum stórstígu framförum. En
fullyrða má, að Eyjamenn í heild
fylgdu hér dyggilega á eftir dugmik-
illi og víðsýnni forustu.
Á hinum tíðu ferðalögum sínum
erlendis kynntist Gísli J. Johnsen
mörgum markverðum nýjungum,
tæknilegum framförum, sem hann sá
að áttu brýnt erindi til hinnar ís-
lenzku þjóðar, sem var að rísa úr kút
undirokunar og úrræðaleysis.
Þrjú ár liðu og rúmlega það. Matt-
hías Finnbogason gat ekki orðið
annað öllu því, sem á hann kallaði
til hjálpar og starfa í hinum örtvax-
andi vélbátaútvegi Eyjabúa. Snill-
ingurinn frá Jaðri átti þar í vök að
verjast, ef svo andstætt mætti að orði
komast í þessum efnum, því að hann
varðist hvergi, en veitti alla þá þjón-
ustu, er hann gat frekast í té látið
hinum vaxandi útvegi. En geta hans
hrökk ekki til, •— eina vélaverkstæð-
ið í Vestmannaeyjum. Hinn örtvax-
andi vélbátaútvegur krafðist hraðari
vélaviðgerða en einn maður gat innt
af hendi.
2. Smiðjuiélag Vestmannaeyja
Haustið 1911 tóku ýmsir útgerð-
armenn í Vestmannaeyjum að ræða
nauðsyn þess að stofna vélaverk-
stæði, sem fullnægt gæti sem allra
mest og bezt hinum miklu þörfum
vélbátaútvegsins um viðgerðir og
smíði hluta í bátavélarnar. Þessar
bollaleggingar leiddu til þess, að um-
burðarbréf var sent um byggðina
til útgerðarmanna fyrst og fremst og
boðið að skrifa sig fyrir fjárfram-
lagi, — hlutafé, til þessa nýja fyrir-
tækis.
Aðalforgöngumaður þessa máls
var Karl sýslumaður Einarsson, sem
þá hafði verið sýslumaður í Eyjum
á annað ár.
Umburðarbréfið:
Undirritaðir, sem hafa komið sér
saman um að reyna að slofna hluta-
félag, er setji á stofn mótorverk-
smiðju hér undir forustu herra Jó-
hanns Hanssonar frá Seyðisfirði og
kaupi verksmiðju herra Matthíasar
Finnbogasonar, ef um semst, leyfa sér
hér með að biðja þá, sem leggja vilja
fram fé í þessu skyni, að rita fjár-
hæðina og nöfn sín á eftirfarandi
lista. Ætlazt er til, að hlutaféð greið-
ist fyrir mitt næsta sumar.
Fáist nægilegt fé til þess að fé-
lagið verði stofnað, verða hluthaf-
ar (þeir sem hafa ritað sig fyrir fjár-
framlagi) kallaðir á fund til þess að
kjósa stjórn og ræða um nánara fyr-
irkomulag.
296
blik