Blik - 01.06.1969, Síða 301
Á stofnfundinum kom Halldór
héraðslæknir Gunnlaugsson með
markverða tillögu. Hann lagði það
til, að félagið kæmi á stofn verk-
námsskóla, sem veitti ungum mönn-
um tilsögn í öllu því, sem lyti að
vélgæzlu. Skyldi skólinn starfrækt-
ur í sambandi við vélaverkstæði
þessa nýja smiðjufélags
Tillaga þessi var „söltuð“, —
skyldi bíða seinni tíma.
Daginn eftir stofnfundinn hélt hin
nýkjörna stjórn „Mótorverksmiðju-
félagsins“ fund með sér heima í Vík
hjá Gunnari Olafssyni. Þann fund
sátu einnig Matthías Finnbogason og
Jóhann Hansson. Á fundi þessum
var farið þess á flot við Matthías, að
hann gæfi „verksmiðjunni“ kost á
að kaupa verkfærin sín að Jaðri.
Matthías kvað sig fúsan að selja.
Kvað hann samkvæmt lauslegri á-
ætlun, að söluverð véla hans og verk-
færa mundi verða um kr. 4.000,00.
Jafnframt var Matthías spurður þess,
hvort hann væri fús til að vinna á
verkstæði „verksmiðjunnar“, og
taldi hann sig fúsan til þess, og
mundi hann gera sig ánægðan með
45 aura fyrir hverja unna klukku-
stund á venjulegum vinnutíma.Ráðn-
ingin skyldi vera til eins árs.
Á fundi þessum var stærð hins
væntanlega „verksmiðjuhúss“ afráð-
in. Skyldi það vera 24 álnir (15,12
m) á lengd og 12 álnir (7,55 m) á
breidd, — vegghæð 5 álnir (3,15 m)
og port 1^2 alin (95 sm). Risið
skyldi vera fremur lágt. Stærð húss-
ins var afráðin samkvæmt tillögu Jó-
hanns Hanssonar, og lofaðist hann
til að láta gera teikningu af bygging-
unni og senda stjórninni lista yfir
vélar þær og verkfæri, sem nauðsyn-
legt var að festa kaup á þá þegar.
Þetta gerði hann fljótt og vel.
Jóhann Hansson áskildi sér kr.
1.200,00 í laun yfir árið fyrir það að
kaupa inn vélar og verkfæri handa
verkstæði félagsins og sjá um upp-
setningu á vélunum. Auk þess hét
hann því að vinna á verkstæði
Smiðjufélagsins ekki skemur en 3
mánuði á vertíð næsta vetrar (1913)
eftir því sem tíminn henti honum.
011 voru þessi ákvæði gjörð með
fyllsta samkomulagi beggja aðila.
Að lokum var Jóhanni „montör“
Hanssyni falið á þessum fundi stjórn-
arinnar að ráða starfsmann til smiðj-
unnar og forstöðumann, þegar hann
sjálfur hefði ekki verkstjórnina á
hendi.
Hinn 15. marz 1912 boðaði stjórn
„Verksmiðjufélagsins11, eins og það
var kallað fyrst í stað, til fundar
með félagsmönnum í þinghúsi sveit-
arinnar. Þar fullyrti formaður fé-
lagsins, Gunnar Ólafsson, konsúll,
að eitthvað þyrfti að fara að huga
til að koma upp hinni fyrirhuguðu
byggingu „verksmiðjunnar“ og
„hugsa fyrir kaupum á vélum“, eins
og það er orðað í gildri heimild.
Formaður gat þess í ræðu, að líkindi
væru til, að Fiskiveiðasjóður Is-
lands lánaði eitthvert fé til fyrirtæk-
isins, því að mikið fé skorti enn til
þess að standa straum af öllum stofn-
kostnaði félagsins. Jafnframt gat for-
blik
299