Blik - 01.06.1969, Síða 302
maður þess að greitt hlutafé næmi
kr. 6.000,00.
Á félagsfundi þessum var horið
upp til samþykktar frumvarp í 20
greinum til laga fyrir félagið. Voru
greinamar allar samþykktar með
samhljóða atkvæðum.
Með lögunum hlaut félagið nafn-
ið „Smiðjufélag Vestmannaeyja“.
Því næst var félaginu kosin stjórn
samkvæmt lögum þess. Þessir menn hlutu kosningu:
Gunnar Glafsson 21 atkv.
Þorsteinn Jónsson 20 —
Ágúst Gíslason 11 —
Jón Einarsson, Gjábakka 20 —
Árni Filippusson 20 —
Varamenn í stjórn Smiðjufélags-
ins voru kosnir þeir Halldór Gunn-
laugsson, héraðslæknir, og Sveinn
P. Scheving, útgerðarmaður og
bóndi á Steinsstöðum.
Daginn eftir fund þennan skrifaði
stjórn Smiðjufélagsins stjórnarráði
Islands og beiddist láns, kr. 10 þús-
und úr Fiskveiðasjóði til handa fé-
laginu.
Svo liðu 4 mánuðir. Þá boðaði
stjórn Smiðjufélagsins til almenns
fundar í félaginu. Á fundi þessum
lýsti formaður félagsins, Gunnar 01-
afsson, yfir því, að stjórn félagsins
hefði þann dag borizt símskeyti frá
stjórnarráði íslands svohljóðandi:
„Gegn áreiðanlegri tryggingu veit-
ist yður allt að 10 þúsund króna
lán úr Fiskveiðasjóði til mótor-
smiðju“. Þannig hljóðaði þetta svar,
sem stjórnarráðinu þóknaðist að
senda eftir 4 mánuði. Ekkert lá á!
Það var þó bót í máli, að svarið var
jákvætt, þá loksins það barst stjórn-
inni.
Þá las fundarstjórinn, Þorsteinn
Jónsson, upp skrá yfir þá menn, sem
heitið höfðu fé (hlutafé) fyrirtæk-
inu næstliðinn vetur, og nam upp-
hæðin samtals kr. 5.675,00. Þetta
þótti of lítið fé frá útgerðarmönnum.
Var því stjórninni falið að hlutast
til um, að meira fé fengist til þess
að byggja upp félagið og reka það,
og stjórninni falið jafnframt að
„innheimta hin lofuðu tillög“.
Næsti almenni fundur Smiðjufé-
lags Vestmannaeyja var haldinn 15.
nóv. 1912. Þá hafði félagið látið
byggja smiðjuhúsið, verkstæðið, og
festa kaup á vélum og verkfærum.
Á fundi þessum var neðanskráð
tillaga borin upp og samþykkt í einu
hljóði:
„Fundurinn veitir formanni
Smiðjufélags Vestmannaeyja, Gunn-
ari Ölafssyni, kaupmanni í Vest-
mannaeyjum, fullt og ótakmarkað
umboð til þess að taka fyrir félags-
ins hönd allt að 10 þúsund króna lán
úr Fiskveiðasjóði Islands, og jafn-
framt umboð til þess að veðsetja
eignir félagsins til tryggingar láninu,
bæði húseign með tilheyrandi lóð,
vélar og önnur verkfæri, svo og aðr-
ar tryggingar, ef krafizt verður. Nær
umboðið til þess að undirrita
skuldabréf fyrir láninu og til alls
annars, er að lántöku þessari lýtur.
Heimilt er nefndum umboðsmanni
félagsins að fela öðrum manni um-
300
BLIK