Blik - 01.06.1969, Side 304
stjóri á vélaverkstæði félagsins. Bréf-
inu fylgdi vottorð frá Lysekilsverk-
smiðjunni um hæfni Gissurar. Ekki
vildi þó stjórnin fallast á að ráða
hann að verkstæði Smiðjufélagsins,
meðan Jóhann Hansson gæfi kost á
sér til verkstjórnar þar, enda þótí
hann væri með annan fótinn og vel
það austur á Seyðisfirði meiri hluta
ársins á verkstæði sínu þar. Véla-
verkstæði hans þar sinnti viðgerðum
á vélum megin hluta alls vélbáta-
flota Austfirðinga á þeim árum.
Gjaldkeri Smiðjufélags Vest-
mannaeyju og innheimtumaður var
Friðrik Þorsteinsson, skrifstofumað-
ur, og hafði hann að launum kr.
150,00 um árið í þóknun frá félag-
inu, svo að ekki sliguðu árslaun
hans fjárhag félagsins.
Eftir þennan aðalfund (9. febr.
1913) réð Jóhann Hansson Gissur
Filippusson verkstjóra á verkstæði
Smiðjufélagsins og fulltrúa sinn, er
hann sjálfur var fjarverandi.
Allt lék í lyndi fyrir Smiðjufélagi
Vestmannaeyja. Á aðalfundi þess 12.
júlí 1914 gáfu reikningar þess hlut-
höfunum til kynna, að félagið hafði
grætt kr. 2.551,17 umliðið ár (1913).
Það var býsna góð útkoma á rekstr-
inum þá og sannaði ótvírætt, að dag-
leg stjórn á verkstæði félagsins var í
bezta lagi. Reyndi þar mest á Gissur
Filippusson. Samþykkt var þá að
greiða hluthöfunum 6% arð. Sama
stjórn var endurkosin.
Fyrir fundi þessum lá vissa fyrir
því, að Gissur Filippusson, sá ötuli
og hagsýni verkstjóri, vildi gjarnan
starfa áfram hjá Smiðjufélaginu að
því tilskyldu, að félagsstj órnin gæti
fallizt á að greiða honum sunnu-
daga- og næturvinnu frá fyrra ári,
er hann hafði neyðzt til að vinna að
viðgerð véla fyrir sjómenn og for-
menn, sem gátu ekki komizt á sjó
vegna vélabilunar til þess að afla
eða bjarga veiðarfærum sínum í tæka
tíð. Á þessa málaleitan Gissurar verk-
stjóra og fulltrúa gat stjórn Smiðju-
félagsins ekki fallizt og sagði þá
Gissur Filippusscn upp starfi sínu
hjá Smiðjufélaginu. Um leið má með
sanni segja, að dagar þess séu taldir.
Þannig kom óbilgirni og þröngsýni
stjórnarinnar félaginu á kné. Einn
var þar öllu ráðandi, og ráðin þau
urðu banabiti félagsins. Enginn veit,
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Það mátti með sanni segja, eftir að
Smiðjufélagið flæmdi frá sér Gissur
vélfræðing Filippusson.
Vorið 1915 sá loks stjórn Smiðju-
félagsins hvert stefndi fyrir því og
rekstri þess.
Hinn 30. maí um vorið hélt stjórn
Smiðjufélagsins fund í skrifstofu
hins allsráðandi formanns. Þann
fund sat Jóhann Hansson, „montör“,
nýkominn í bæinn austan af fjörð-
um. Á fundi þessum afréð stjórnin
„fyrir sitt leyti“ að selja verkstæði
Smiðjufélagsins. Hún fól jafnframt
„montörnum“ að leita fyrir sér um
kaupanda að því.
Hinn 27. okt. sama ár (1915) hélt
stjórnin fund með sér í skrifstofu
formannsins. Þar ræddi hún hin
miklu töp félagsins og vandræðin við
302
BLIK