Blik - 01.06.1969, Síða 305
að reka það sökum fjárskorts, þar
sem félagið hefði fram að þeim
tíma ársins tapað sem svaraði öllu
hlutafé félagsmanna. Væru því engin
tök á því að reka verkstæði félagsins
framvegis, — „það hejði enga tiltrú
og gœti ekkert með öðru móti en ej
hlutaféð vœri aukið, sem alls ekki
mundi þó tillók.“ (Leturbr. greinar-
höf. l. Jafnframt lét stjórnin í ljós þá
ósk sína, að Jóhann Hansson vildi
kaupa verkstæði Smiðjufélagsins
með því einu að greiða þær skuldir,
sem á því hvíldu.
Loks var haldinn aðalfundur í
Smiðjufélagi Vestmannaeyja 25.
sept. 1917. Lagðir voru þar fram
reikningar félagsins árið 1914 til 20.
okt. 1915. Hafði þá Smiðjufélag
Vestmannaeyja legið í rúst undir
stjórn „herranna“, eins og stjórnar-
mennirnir eru skráðir í fundargerð-
um þess, undanfarin tvö ár sökum
taps á rekstrinum.
Kunnugir tjá mér, að megin orsök
tapanna hafi verið stjórnleysi á verk-
stæði félagsins, — hirðuleysi um hag
þess. Síðustu tilverumánuði þess
gekk hver og einn, sem þess þurfti
með, á verkstæði þess og notaði vél-
arnar þar og verkfærin eftirlitslaust
og efni, eftir því sem það var til og
fannst. Þeir, sem kynnu að vita betur,
mótmæli þessu og færi rök að. Gat
hin ógreidda sunnudaga- og nætur-
vinna Gissurar verkstjóra ein valdið
allri þessari ógæfu?
Enn lifði stjórn Smiöjufélagsins í
þeirri von, að Jóhann Hansson
„montör“ vildi láta verða af því að
hirða rústir félagsskaparins fyrir
andvirði, er næmi áhvílandi skuld-
um.
A aðalfundi þessum bar formaður
stjórnarinnar fram þessa tillögu:
„Fundurinn ákveður að selja allar
eignir Smiöjufélags Vesimannaeyja,
ef kaupandi fæst, sem vill starfrækja
smiðjuna og um leið að slíta félags-
skapnum“
. . . Samkvæmt framhaldi tillög-
unnar skyldi svo fundurinn veita
„herrunum“, svo eru stjórnarmenn-
irnir taldir upp, „fullt og ótakmark-
að umboð til þess að selja allar eign-
ir félagsins, gefa út afsalsbréf, taka
við borgun, sem kann að verða um-
fram skuldir, skipta henni milli hlut-
hafa eftir réttri tiltölu, og yfir höfuð
til alls, er að þessu lýtur undantekn-
ingarlaust. Skal allt, sem nefndir
herrar gera í þessu efni, vera fullkom-
lega gilt og bindandi fyrir félagið og
einstaka meðlimi þess.
Fleira féll ekki fyrir, fundi slitið.“
3. Þáttur Guðjóns Jónssonar
frá Seljavöllum
Næsti fundur stjórnar Smiöjufé-
lags Vestmannaeyja átti sér síðan
stað 22. okt. 1920. Hann var haldinn
í Vík á heimili formannsins, Gunn-
ars kaupmanns Olafssonar.
Á fundi þessum var lagt fram bréf
frá Guðjóni Jónssyni á Sólnesi, dag-
sett 20. s. m„ þar sem hann býðst
til þess að kaupa „Smiðjuna í Skild-
ingafjöru“ með lóðarréttindum og
vatnsgeymi þeim, sem fylgir hús-
inu, ásamt öllu föstu og lausu, sem
BLIK
303