Blik - 01.06.1969, Page 306
Guðjón Jónsson, vélsmiður, jæddist á
Lambajelli undir Austur-Eyjafjöllum 22.
jebrúar 1891. Foreldrar: Jón bóndi Jóns-
son á Lambafelli og kona hans Ragnhildur
Sigurðardóttir jrá Hvammi. Guðjón Jóns-
son var vertíðarmaður í Véstmannaeyjum
1908—1914, ýmist sjómaður þar eða að-
gerðarmaður. Eftir að hafa lokið vélsmíða-
námi í Vélsmiðju Th. Thomsen 1918 fór
hann til Danmerkur og vann þar á véla-
verkstœði veturinn 1919—1920. — Mynd
þessi er tekin af honum 78 ára gömlum.
Enn lýkur Guðjón Jónsson löngu dags-
verki eins og þeir, sem yngri eru.
í húsinu er og SmiðjufélagiS á, svo
sem vélum, verkfærum og öllu ó-
unnu efni, stáli og járni, allt fyrir
kr. 30.000,00.
Stjórninni þótti tilboð Guðjóns
Jónssonar óaðgengilegt, veröið of
lágt og greiðsluskilmálar, sem þó
eru ekki greindir í heimildum, ó-
hagstæðir.
Þá minntist stjórnin þess, að hún
hafði heitið Einari járnsmið Magn-
ússyni í Hvammi við Kirkjuveg að
selja engum öðrum „Smiöjuna“
fyrr en hann hefði afsalað sér kaup-
um á henni. Einar hafði gefið stjórn-
inni það í skyn, að kr. 40.000,00 væri
ekki ofhátt verð fyrir allar eignir
Smiðjufélagsins.
Jafnframt lét stjórn Smiðjufélags-
ins í ljós þá ósk sína, að þessir tveir
menn, Guðjón Jónsson og Einar
Magnússon, vildu kaupa vélaverk-
stæði Smiðjufélagsins í sameiningu
og reka það í félagi. „Þá mundi
nefndin fús að selja, en þó ekki und-
ir 40 þúsund krónum.“
Svo liöu 7 mánuðir. Þá barst
„sölunefnd“ Smiðjufélagsins sím-
skeyti frá Fiskveiðasjóði Islands, þar
sem félagið er krafiö um greiðslu á
eftirstöðvum af láni þess hjá Fisk-
veiðasjóðnum, og námu þær þá kr.
5.869,05 auk vaxta. Sjóðurinn hýðst
jafnframt til að kaupa veðdeildar-
bréf Smiðjufélagsins, sem lágu hjá
sjóðsstjórninni, og námu þau kr.
5.000,00. Bauðst sjóðsstjórnin til að
kaupa þau á 75% af nafnverði eða
fyrir kr. 3.750,00. Andvirði bréfanna
skyldi sem sé dragast frá eftirstöðv-
um skuldarinnar, en það sem þá
yrði eftir, skyldi greiðast á tveim ár-
um.
„Sölunefnd“ Smiðjufélagsins sam-
þykkti að taka þessu tilboði Fisk-
veiðasj óðsstj órnarinnar.
Einn fund átti stjórn hins gjald-
þrota Smiðjufélags Vestmannaeyja
eftir að halda enn, áður en „fullkom-
inni greftrun“ lyki. Sá fundur var
haldinn að Vík 27. júní 1921. „Til-
efni fundarins er það, að Guðjon
Jónsson, mótorsmiður, hefur farið
304
blik