Blik - 01.06.1969, Síða 307
þess á leit að fá smiðjuna leigða
með verkfærum í eitt ár til að byrja
með.“
Stjórnarfundurinn samþykkti sam-
hljóða að leigja Guðjóni Jónssyni
„Smiðjuna“ með verkfærum fyrir
kr. 200,00 á mánuði frá 1. ágúst
1921 til 31. júlí 1922. Eignin leigðist
í því ástandi, sem hún þá var í að
öðru leyti en því, að leigusali,
Smiðjufélagið, skyldi láta rúður í
bygginguna í stað hinna brotnu.
Leigutakinn, Guðjón Jónsson, kaupi
smám saman smíðaefni Smiðjufé-
lagsins eftir því sem hann þarf þess
með.
Var svo formanni hins gjaldþrota
smiðjufélags, Gunnari Olafssyni, fal-
ið að gera leigusamning við leigu-
taka og undirrita hann fyrir félags-
ins hönd. „Skal það allt gilt og bind-
andi, er hann gerir í þessu efni.“
Samkvæmt samþykkt félagsfundar
tók síðan Guðjón Jónsson frá Selja-
völlum undir Eyjafjöllum, þá til
heimilis að Sólnesi (nr. 5 við Landa-
götu) hér í bæ, „Smiðjuna“ á leigu
hjá Smiðjufélagi Vestmannaeyja.
Leigutíminn var eitt ár frá 1. ágúst
1921 að telja til jafnlengdar næsta
ár. Leigan fyrir „Smiðjuna“ með
vélum og verkfærum var afráðin kr.
200,00 (tvö hundruð krónur) á
mánuði eða kr. 2.400,00 yfir árið.
Guðjón Jónsson hafði verið nem-
andi Thomas Thomsen í 4 ár, frá
1914, að hann hóf vélfræði- og járn-
smíðanám hjá honum, til 1918. Sjá
næsta þátt í frásögn þessari.
Guðjón Jónsson rak „Smiðjuna“
í 10 mánuði. Á þeim tíma gaf rekst-
urinn svo góða raun, að hann afréð
að kaupa fyrirtækið. Vestmannaey-
ingar kunna að meta þá þjónustu,
sem Guðjón Jónsson veitti þeim, vak-
inn og sofinn við þau störf, svo að
útgerðarmenn og sjómenn hrifust af
og studdu og styrktu eftir föngum.
Þessi Eyfellingur hefur síðan verið
einn af þörfustu þjónum atvinnulífs-
ins í þessu bæjarfélagi.
Fyrst fyrirtækið gekk svona vel
og leigjandinn fann, hversu vel
Eyjamenn kunna að meta vilja hans
og störf, afréð Guðjón Jónsson að
kaupa „Smiðjuna“, gæti hann fengið
hana keypta á viðráðanlegu verði.
Ekki þarf að orðlengja þetta.
Kaupsamningurinn var undirritaður
1. júní 1922, og var kaupverðið kr.
19.500,00
Húseign Smiðjufélags Vestmanna-
eyja, „Smiðjunni“, fylgdi 2000 fer-
metra lóð, þar sem húsið stóð í
Skildingafjöru. Allar vélar og öll
verkfæri fylgdu með í kaupum þess-
um. „Mótor“ var þar til nota í
Smiðjunni. Hann var ekki með í
kaupunum, enda eign Jóhanns Hans-
sonar á Seyðisfirði. Til stóð, að
Smiðjufélagið keypti hann, en aldrei
þótti það hafa efni á því.
Kaupverð Smiðjunnar greiddi
Guðjón þannig:
1. Greiddi í peningum stuttu eftir
samningsgjörð kr. 6.566,04.
2. Greiddi eftirstöðvar af láni frá
Veðdeild Landsbanka íslands með
ábyrgð Vestmannaeyjakaupstaðar
kr. 2.933,96.
blik 20
305