Blik - 01.06.1969, Síða 308
3. Tók á sig að endurgreiða hluthöf-
um hlutaféð kr. 5.000,00.
4. Eftirstöðvarnar skuldbattkaupandi
sig til að greiða á næstu 5 árum
eða kr. 1.000,00 á ári, kr. 5.000,00.
Samtals kr. 19.500,00
Vaxtastofn af skuldunum var á-
skilinn 5%.
Hlutaféð greiddi kaupandi sam-
kvæmt framanskráðri hluthafaskrá.
4. þáttur Thomasar Thomsen
Eftir að stjórn Smiðjufélags Vest-
mannaeyja hafði keypt vélaverkstæði
Matthíasar Finnbogasonar og sam-
einað það vélaverkstæði Smiðjufé-
lagsins, sá útgerðarmaðurinn, kaup-
maðurinn og konsúllinn Gísli J.
Johnsen sitt óvænna um viðgerðir
allra sinna bátavéla. Fúlasti andstæð-
ingur hans, útgerðarmaðurinn, kaup-
maðurinn og konsúllinn Gunnar 01-
afsson, var valdamesti aðili í þeim
félagsskap, sem einráður var orðinn
um alla vélaiðju í verstöðinni. Þar
með afréð Gísli J. Johnsen að vinna
að stofnun nýrrar „vélaverksmiðju“
í Vestmannaeyjum. Verkefnið var
feikinóg handa tveim vélaverkstæð-
um, þar sem vélbátafloti Eyjabúa fór
ört vaxandi. Árið 1912 áttu Eyja-
menn orðið 38 vélbáta minni og
stærri eða frá 4—12 smálesta.
Hér var ekkert hik á framkvæmd-
um, þegar Gísli J. Johnsen var annars
vegar, þó var allt framkvæmt af fyrir-
hyggju, ráðum og dáð, Hann réði
hingað danskan „montör“ til sam-
vinnu við sig um stofnun nýju vél-
smiðjunnar í Vestmannaeyjum. Þessi
danski kunnáttumaður um byggingu
bátavéla og viðgerðir á þeim var
Thomas Thomsen, sem þá átti eftir
að skrá nafn sitt með nokkrum glæsi-
brag inn í útgerðarsögu Vestmanna-
eyja, góður og gegn maður í starfi
sínu, heiðarlegur kunnáttumaður um
allt,er laut að þjónustustarfi hans við
útgerðarmenn í Eyjum og atvinnu-
rekstur þeirra. Þegar hann settist að
í Vestmannaeyjum, fór á kreik sag-
an um hann austan af fjörðum, er
Vestmannaeyjaformaður á Seyðis-
firði kom inn með bilaða bátavél,
sem Thomsen gat ekki gert við sök-
um skorts á verkfærum. Gerði hann
sér þá lítið fyrir, fékk sér vélbát og
fór suður til Mjóafjarðar með hinn
bilaða vélarhluta og gerði við hann
þar á vélaverkstæði hvalveiðistöðv-
arinnar á Asknesi, Ellefsensstöðvar-
innar. Ekki fældi þessi manndóms-
saga útgerðarmenn eða vélamenn í
Eyjum frá þessum samstarfs- og sam-
eignarmanni Gísla J. Johnsen um
rekstur vélaverkstæðisins nýja.
Thomas Thomsen var fæddur í
Skagen á Jótlandi 11. apríl 1883.
Hann lærði vélsmíði í Esbjerg og
vann síðan í þjónustu Möllerups-
verksmiðjunnar nafnkunnu.
Árið 1907 sendi Möllerupsverk-
smiðjan (C. Möllerupsmaskinfabrik)
Th. Thomsen til Seyðisfjarðar á
Austur-íslandi til þess að gera þar
við Möllerupsvél, sem brotnað hafði.
Þá var mikið í munni að ferðast alla
leið til Islands. Löng var sú leið og
306
bliK