Blik - 01.06.1969, Page 310
Óskar Sigurhansson vélsmiður er fœddur
29. apríl 1902 að Stóru-Mörk undir Eyja-
fjöllum. Foreldrar hans voru: Sigurhans
Olafsson bóndi í Stóru-Mörk og kona hans
Dórothea Sveinsdóttir frá Ytri-Sólheimum.
Oskar Sigurhansson hóf vélfræðinám í
Smiðju Th. Thomsen árið 1917 og lauk
námi 1921. Eftir það var hann starfsmaður
Th. Thomsen til 1927, er hann stojnaði
Vélsmiðju Olafs og Oskars, sem um getur
hér í greininni. Síðan Vélsmiðjan Magni
var stofnuð, hefur vélsmiðurinn verið þar
starfandi og er það enn.
Brátt kom þar berlega í ljós í því
starfi öllu, að veldur hver á heklur,
líka um rekstur vélsmiðju.
Þegar Gissur Filippusson var horf-
inn úr þjónustu Smiðjufélags Vest-
mannaeyja sökum þess, að hann
vildi ekki kauplaust inna af hendi
helgidaga- og næturvinnu í þágu
„SmiÖjunnar“, var þar sem við
manninn mælt.
Vélsmiðja Thomsens varð brátt
sem ein væri um allar vélaviðgerðir
í bænum og smíði vélahluta. Agætt
þótti í hvívetna að skipta við Th.
Thomsen eða fyrirtæki hans. Það
dafnaði líka og óx öllum Eyjabúum
til hagnaðar, ekki sízt útgerðar-
mönnunum sjálfum og sjómönnum
öllum í Eyjum.
Th. Thomsen rak vélsmiðju sína
til ársins 1929. Þá leigði hann hana
Þorsteini Steinssyni, vélsmið. Hann
leigði hana síðan í 3—4 ár, og
keypti hana árið 1933. Síðan hefur
Þorsteinn Steinsson rekið þessa
smiðju við Urðaveg.
Th. Thomsen fluttist hurt úr Eyj-
um árið 1934. Þá hafði hann rekið
beinamjölsverksmiðjuna Heklu hér
um nokkurt tímabil. En það er önnur
saga og verður ekki sögð hér að
sinni.
Árið 1910, 11. maí, kvæntist Th.
Thomsen íslenzkri konu, Sigurlaugu
Jónsdóttur frá Hofi í Svarfaðardal,
systur Þorsteins Eyfirðings, skip-
stjóra og útgerðarmanns, og þeirra
systkina. Frú Sigurlaug var fædd að
Hofi 2. júní 1885.
Þau hjón eignuðust eina dóttur
barna, Ellý, sem búsett er í Reykja-
vík.
Hjónin ólu upp bróðurson frú Sig-
urlaugar, Aðalstein Jóhannsson, sem
var nemandi minn í Unglingaskóla
Vestmannaeyja veturinn 1927—1928
eða fyrsta starfsveturinn minn hér í
Eyjum.
ASalsteinn Jóhannsison stundaði
vélsmíði eitt ár hér hjá fóstra sínum.
308
blik