Blik - 01.06.1969, Page 325
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON
Úr sögu sjávarútvegsins
Af langri reynzlu veit ég, að
margir lesendur Bliks hafa ánægju
af að lesa og hugleiöa með mér ým-
is atriði sögulegs efnis.
Nú langar mig til að hugleiða með
lesendum Bliks ýmsa kafli úr sögu
íslenzka sjávarútvegsins og birta svo
að lokurn grein um útgerð frá Ing-
ólfshöfða, er Sigurður bóndi Björns-
son á Kvískerjum hefur skrifað og
sent Bliki. Við þökkum af alúð hin-
um þekkta bónda og merka áhuga-
manni um náttúrufræði og sögu þessa
grein hans.
Kaflar þessir, sem fjalla um atriði
úr sögu sjávarútvegsins, verða hér
10 alls og greina fyrirsagnirnar efni
þeirra að miklu leyti.
I. Fæðuöflun á Landnámsöld
Svo hefur jafnan verið talið, að í
lok Landnámsaldar (930) eða um
það hil 60 árum eftir að landið tók
að byggjast, hafi um 25 þúsundir
manna búið í landinu. Þess var naum-
ast að vænta, að allur þessi mann-
fjöldi gæti frá fyrstu tíð framfleytt
sér og sínum á landbúnaði einvörð-
ungu á gjörsamlega óyrktu landi. Bar
þar margt til.
Að sjálfsögðu var það miklum tak-
mörkunum háð, hversu mikinn bú-
stofn iandnámsmennirnir gátu flutt
með sér á knörrum sínum yfir hafið,
á opnum fleytum seglknúnum. Þar
þurfti fyrst og fremst að rúmast
nauðsynleg skipshöfn og fjölskyldu-
lið, — og svo venzlafólk, sem slóst
í förina til nýja landsins. Þegar ég
álykta svo um skiprúmið, hef ég í
huga sjón, sem er sögu ríkari, nefni-
lega norsku fornaldarskipin á Byggð-
eyjarsafninu í Osló, Kokstaðsskipið
og Ásubergsskipið.
Fyrst í stað urðu því landnáms-
mennirnir að hafa framfærslu sína og
sinna af öðru en bústofni eða land-
búnaði eingöngu, þar sem landið
var algjörlega óræktað, óyrkt, enda
þótt það væri á ýmsa lund girnilegt
til búskapar: graslendið mikið og
vítt, og svo var það skógi vaxið „milli
fjalls og fjöru“ með dálitlum frá-
drætti þó!
Veiðiskapurinn hefur orðið land-
námsmönnunum drjúg lind til mat-
fanga og annarra þátta framfærslunn-
ar. Þetta má glögglega lesa á milli
línanna eða skýrum orðum í íslend-
ingasögunum, þó að öllu skýrast sé
frá þessu greint í Egilssögu, þar sem
sagt er frá iðju frumbýlingsins á
blik
323