Blik - 01.06.1969, Síða 327
mjög kvikfé Skalla-Gríms, þá gekk
féð upp til fjalla allt á sumrum. Hann
fann mikinn mun á, að það fé varð
betra og feitara, er á heiðum gekk
U
Já, svona var þetta hjá frumbýl-
ingnum á Borg, Skallagrími bónda
Kveldúlfssyni. Með svipuðum hætti
hefur lífsbaráttan verið háð um allt
landið á fyrstu áratugum búsetunnar
í landinu. Landbúnaðurinn hefur
naumast verið undirstaða atvinnu-
lífsins á íslandi fyrr en um og eftir
lok Landnámsaldar (930).
Þar sem ekki varð náð til sjávar
til fiskveiða, seladráps eða hval-
fanga, svo sem í fjallasveitum eða
uppsveitum, þá hafa menn lagt sig
því meir eftir veiði í ám og vötnum.
II. Þcrr 'sem Rán „heyir heimsins
langa stríð"
Ekki var hin hafnlausa og hættu-
lega sandströnd Suður-íslands girni-
leg til útróðra, þó að þaðan muni
snemma hafa hafizt sjósókn. Mat-
fangaskortur hefur auðvitað átt sinn
ríkasta þátt í því. Og bændur þar um
allar sveitir sáu brátt sitt óvænna
um fæðuöflunina úr sjónum nema
vinna saman, láta hönd styðja hönd,
leggja afl við afl í lífsbaráttunni
upp á líf og dauða.
Ekki var langt liðið á Landnáms-
öld, er bændur á sunnanverðu land-
inu, í suðursveitum landsins, uppgötv-
uðu litla hafnarvoginn í Vestmanna-
eyjum, -—þarna hálfa aðra mílu sjáv-
ar „suður af Eyjasandi“, -— ákjósan-
lega höfn hana útvegi sínum vissan
tíma ársins, síðari hluta vetrarogvor-
tímann, meðan fiskur gekk mestur
og beztur á sundið milli lands og
Eyja og á hraungrynningarnar um-
hverfis Eyjarnar. Og þessa uppgötv-
un notuðu þeir sér vissulega, enda
þótt þeir yrðu þess brátt áskynja,
að vogsmynnið var stórlega viðsjár-
vert, já hættulegt, þegar þeir áttu
leið um „Leiðina“, vogsmynnið, í
austan stormi.
I Hauksbók segir um Vestmanna-
eyjar og landnám Herjólfs Bárðar-
sonar þar: „... Þær liggja fyrir
Eyjasandi, og áður var þar veiðistöð
og engra manna veturseta ...“ Aður
þýðir hér tíminn fyrir 930, þ. e.
Landnámsöldin, því að Herjólfur
Bárðarson mun ekki hafa byggt sér
bæ í Eyjum fyrr en við lok þess tíma-
bils, sem venjulega er kallað Land-
námsöld í sögu þjóðarinnar.
III. Landbúnaðarþjóðfélag
Þannig byggði þá íslenzka frum-
þjóðfélagið afkomu sína að mjög
miklu leyti á veiðiskap fyrstu ára-
tugina, meðan það var að mynd-
ast og mótast.
Með auknum sauðfjárfjölda lands-
manna og annarri kvikfjárrækt
breíyttist: íslenzka frum-þj óðfélagið
í svo að segja einlitt landbúnaðar-
þjóðfélag, ef ég mætti orða það
þannig. Landbúnaðurinn, — kvik-
fj árræktin með nokkurri jarðyrkju,
t. d. kornrækt, verður aðalatvinnu-
vegur íslenzku þjóðarinnar upp úr
lokum Landnámsaldar. Old landbún-
aðarins er gengin í garð með hinum
325
bltk