Blik - 01.06.1969, Side 329
var þannig óþyrmilega á náttúru-
auðlegð landsins sjálfs á kostnað
framtíðarinnar.
Þetta allt eru þyrnar hinnar glæsi-
legu bókmenntaaldar, hinnar rauðu
rósar í íslenzka hnappagatinu, meðan
þjóðin svo að segja lagði allt annað
framfærsluframtak á hilluna en land-
búnaðinn.
A landbúnaðaröldinni var hinn litli
og fábreytti útflutningur þjóðar-
innar svo að segja einvörðungu land-
búnaðarvörur, svo sem ull, vaðmál,
skinn og húðir. Prjónles var þá ekki
til, því að prjóniðjan var þá ekki
„fundin upp“. Prjónlesið varð því
seinna útflutningsvara íslenzku þjóð-
arinnar, svo sem peysur, sokkar, vett-
lingar o. s. frv.
IV. íslenzka íiskveiðaþióðiélagiS
Ýmsir mætir fræðimenn okkar,
svo sem Dr. Þorkell Jóhannesson,
telja aðdragandann að gjörbreyting
unni í atvinnuháttum þjóðarinnar
verða á 14. öldinni. Þá breyttist ís-
lenzka þjóðfélagið smám saman úr
einlitu eða einhæfu landbúnaðarþjóð-
félagi í sj ávarútvegs- eða fiskveiða-
þjóðfélag, — öðrum þræði að
minnsta kosti. Fiskveiðar verða þá
annar meginþáttur atvinnulífsins og
annar aðal-hyrningarsteinn afkom-
unnar eða þjóðarbúsins.
Oft gerum við okkur ekki fulla
grein fyrir því, hvað veldur hinum
snöggu og affararíku breytingum,
sem eiga sér stað á vissum tímaskeið-
um í þjóðfélaginu okkar. Oftast eiga
þær sér rætur á erlendum vettvangi.
Þannig var því einmitt várið, þegar
fiskveiðarnar ruddu sér verulega til
rúms í atvinnulífi íslenzku þjóðar-
innar eftir 1300 og þróuðust hægt
og bítandi næstu öldina, næstu 100
árin, þar til gjörbyltingin á þessu
sviði átti sér stað um og upp úr 1400.
Og hvaða „byltingar“ erlendis ollu
svo þessum mikilvægu og affararíku
breytingum hér heima á þessu af-
skekkta og einangraða eylandi, eins
og það var þá, svo að heimilisfeður
flytja með fjölskyldur sínar að sjáv-
arsíðunni og grundvalla afkomu sína
og sinna einvörðungu á sjósókn og
fiskveiðum, mynda þéttbýli eða þorp
við „víkur og voga“ og treysta svo
á sjávaraflann annars vegar og er-
lenda og innlenda vöruskiptaverzlun
hinsvegar um viðunandi efnalega af-
komu og framfærslu? Já, hvaða á-
tök og breytingar erlendis ollu öllu
þessu hér heima?
Freista vil ég þess að skýra það í
sem fæstum orðum.
V. Mikil er sú nóttúra og óhrifarík.
Skreiðin skipti sköpum
„Mikil er náttúran í Eyjum“,
sagði frúin, hugtekin og lieillandi.
Það hafði hún séð með eigin augum,
er hún leit á landslagið í kring um
sig. Og líklega hefur hún reynt þetta
sjálf í sérlegri merkingu, blessuð
eiginkonan.
Og mikil er „náttúran“ í hafinu
kring um Eyjarnar, þegar líður fram
á útmánuðina. Þá er mér ríkust í
huga náttúra „þess gula“, þegar
hann flykkist „heim að landi ísa“
BLIK
327