Blik - 01.06.1969, Blaðsíða 330
til þ ess acf hrygna og skjóta um leið
óafvitandi traustustu stoðunum undir
atvinnulífið okkar og alla afkomu.
Blessuð náttúran, lofuð sé hún í öll-
um sínum breytileik og öllum sínum
myndum! En hún krefst jafnan taum-
halds, ef vel á að fara fyrir okkur.
Eins og við getum lofað „náttúr-
una“ í hafinu kring um Eyjarnar,
eins gátu útvegsbændur og fiskveiði-
menn í Norður-Noregi lofað og prís-
að sama náttúrulögmálið í hafinu
þar norður frá á fjærstu miðöldum
og svo allar aldir til þessa dags. í
sama tilgangi og hér kom „sá guli“
þar upp að landinu í þéttum torfum,
er á veturinn leið og fyllti flesta
firði þar í Norður-Noregi. Þessar
þorsktorfur kallaNorðmenn „skreid“.
Orðið er skylt sagnorðinu að skríða.
Þeir eiga því enn í móðurmálinu
sínu frummerkingu þessa orðs og
nota þann dag í dag. Hér hefur orðið
breyting á, því að í móðurmálinu
okkar þýðir skreið harður þorskur
óflattur.
Svo sem kunnugt er, áttu Norð-
menn og eiga víðáttumikla skóga,
sem gáfu þeim ríkulega timbur eða
efnivið í skip og báta. Fyrir okkar
landnámstíð voru báta- og skipa-
smíðar í Noregi komnar á hátt stig
og ekki veigalítill þáttur í atvinnulíf-
inu þar. Þegar á miðaldir leið, höfðu
þeir lært að smíða þilfarsskútur,
sem bæði voru notaðar til fiskveiða
og flutninga.
Náttúra „þess gula“ olli því að
norskir fiskimenn, sem lengi voru
jafnframt bændur og búaliðar eða
vinnumenn, ,„mokuðu upp“ þorsk-
inum, þegar á veturna leið og hertu
hann í stórum stíl. Þegar svo á vor-
in leið eða sumrin, hlóðu þeir skút-
ur sínar skreið og sigldu með fram-
leiðsluna suður til Björgvinjar, sem
þegar á 12. öld var orðin miðstöð
skreiðaverzlunarinnar í Evrópu og
þar með öllum heiminum. A öðrum
sviðum var Björgvin þá orðin ein
allra mesta verzlunarborgin í allri
Evrópu.
Utlendur maður, sem var á ferð í
Björgvin um árið 1200, lét á sín-
um tíma í ljós hrifningu sína yfir
athafna- og verzlunarlífinu í borg-
inni. — Hér eru miklar birgðir af
öllu, segir hann, -—- skreiðarbirgðir
svo miklar, að hann kveðst engan
mælikvarða eiga á það. í Björgvin
er látlaus umferð skipa, segir hann,
og menn komnir alls staðar að, frá
Islandi, Grænlandi, Englandi og
Þýzkalandi. Þarna hitti hann Dani
og Svía og Gotlendinga o. fl. þjóða
menn. 1 Björgvin fæst hunang í rík-
um mæli, segir hann, hveiti, góð
klæði, silfur o. fl. „Hér er nóg af
öllu.“ Þannig endar þessi útlendi
Björgvinjargestur skrif sín um dýrð-
ina í stærstu verzlunarborg Norð-
urlanda á þessu tímaskeiðS. (Sjá
Noregskonungasögu Dr. Asbj. Ov-
erás).
Inn í Voginn í Björgvin og að
löngu bryggjunni þar komu norsku
skreiðarskúturnar í tugatali fermd-
ar hinum dýra farmi, sem svo var
seldur og honum dreift suður um
alla Erópu, til Þýzkalands, Frakk-
328
BLIK