Blik - 01.06.1969, Page 331
lands, Eystrasaltslandanna, og Eng-
lands. Þarna myndaöist í skreiðar-
verzluninni einhver harövítugasta
samkeppni, sem sögur fara af í verzl-
unarsögu allrar Evrópu. Hún átti sér
fyrst og fremst staÖ milli enskra
kaupsýslumanna og kaupmanna
Hansasambandsins þýzka. Þaö eru
engar ýkjur, þó aö fullyrt sé, aö
keppinautarnir hafi gengið svo aö
segja á banaspjót í þeirri verzlunar-
samkeppni. Og þaÖ gerðu þeir síöar
hér á landi.
A öndveröri 14. öld höföu þýzku
Hansakaupmennirnir borið algjöran
sigur úr býtum í samkeppninni um
skreiðina. Englendingarnir urðu að
hörfa frá Björgvin til annarra
„skreiðarstööva“, svo sem til Islands.
Einnig þar reyndu Hansasambands-
kaupmennirnir að bægja Englending-
unum burt frá skreiðakaupum. Sum-
staðar tókst þeim það hér á landi,
annars staðar ekki, svo sem í Vest-
mannaeyjum.
Áhrif þessarar gífurlegu og harð-
vítugu samkeppni um skreiðina og
aðra verzlun yfirleitt, olli tímamót-
um í íslenzku þjóðlífi. Nýtt tímabil
atvinnusögu okkar gekk í garð, sjáv-
arútvegstímabilið.
Samkeppnin um skreiðina olli
geipilegri verðhækkun á henni.
Um 1200 jafngiltu 10 vættir skreið-
ar kúgildinu eða einu hundraði á
landsvísu (100).
Um 1300 jafngiltu 8 vættir skreið-
ar kúgildinu eða hundraðinu. Hækk-
un 25%.
Á árunum 1350—1400 jafngiltu 6
vættir kúgildinu eða hundraðinu.
Hækkun 67%.
Á árunum 1420—1550 eða eftir að
sjávarútvegstímabilið hefst hér að
nokkru marki jafngilti 3% vætt kú-
gildinu eða hundraði á landsvísu.
Hækkun 186%.
Þessi gífurlega verðhækkun á
skreiðinni kveikti í sjálfum Islend-
ingunum, þessu gróna landbúnaðar-
fólki og fremur framtakslitlu land-
kröbbum, enda lögðu erlendu kaup-
mennirnir og fésýslumennirnir óspart
að þeim að venda nú sínu kvæði í
kross, hætta að sýta tapað frelsi og
minnast borgarastyrjaldar og blóðs-
úthellinga og snúa sér alhuga að
skreiðarframleiðslunni, framleiða
verðmikinn þorsk og svo lýsi í stað
kjöts, mjólkur og skinna.
Ekki lítill hluti íslenzku þjóðar-
innar hlustaði á þessi hvatningaryrði
og lét tilleiðast, — breytti háttum og
högum, atvinnu sinni og öflun hins
daglega brauðs og annarra efnalegra
nauðþurfta, — flutti búferlum að
sjávarströndinni, byggði sér þar
kofaræksni, myndaði ver og þorp
og tók að stunda sj ávarútveg á minni
og stærri árafleytum. Svo varð
þetta um Suðvesturland, Vestfirði,
austur um Norðurland og í fjörðum
eystra.
„Fiskur“ varð þá verðmæliseining
jafnhliða vaðmáls-alininni og síðar
næstum einvörðungu samhliða eða
jafnframt kúgildinu eða einu hundr-
aði á landsvísu, sem jafngilti 240
málfiskum eða 120 álnum, með því
blik
329