Blik - 01.06.1969, Síða 332
að tveir fiskar giltu jafnt einni alin
vaðmáls.
Sjávarútvegsöldin á Islandi var
gengin í garð, og samkeppnin um
íslenzkar sjávarafurðir leiðir af sér
ófrið og blóðsúthellingar, en jafn-
framt verðhækkun og batnandi af-
komu alls almennings.
I tveim íslenzkum annálum er getið
óspekta útlendra kaupmanna í Vest-
mannaeyjum. Það var árið 1397. Þá
lágu á voginum í Vestmannaeyjum
eða við vogsmynnið 6 erlend verzlun-
arskip eða kaupför. Meira segja ann-
álarnir ekki um þessar óspektir.
Við verðum því að geta í eyðurnar
eins og svo víða og álykta eftir því
sem vit og þekking hrekkur til, þeg-
ar allar heimildir skortir að öðru
Meðan umboðsmenn konungsvalds-
ins létu viðskipti íslendinga og er-
lendu kaupmannanna afskiptalaus,
fór yfirleitt vel á með landsmönnum
og erlendu kaupsýslumönnunum, því
að báðir aðilar sáu sér hag í við-
skiptunum. Fyrir 1400 voru afskipti
valdsmannanna af viðskiptum lands-
manna við útlendingana lítil eða eng-
in, svona á frumstigi. Þess vegna eru
miklar líkur til þess, að óspektirnar í
Vestmannaeyjum 1397 hafi verið á
milli þýzkra kaupmanna annars veg-
ar og enskra hins vegar. Þar mun þá
hafa verið rifizt og ribbaldazt um
skreið Eyjaskeggja.
VI. Sjóvarútvegstímabil íslands-
sögunnar hefst í Vestmannaeyjum
Ef við gætum miðað þetta tímabil
Islandssögunnar, sj ávarútvegstíma-
bilið, við eitthvert sérstakt ártal, yrði
það helzt árið 1413. Þá gerðist at-
burður í Vestmannaeyjum, sem mark-
aði spor í atvinnusöguna í heild og
þjóðhagssöguna.
I Nýja annál segir svo við árið
1413:
„. . . Komu 5 skip ensk til íslands
og lögðu öll inn til Vestmannaeyja.
Komu þar út bréf send af kónginum í
Englandi til almennings og til allra
beztu manna í landinu, að kaupskap-
ur væri leyfður meS hans menn, sér-
lega í þaS skip, sem honum tilheyrði.
Var fyrst talað um Björgvinjarskip;
vildu enskir þar ekki til hluta; síðan
keypti hver sem orkaði eftir efn-
um . ..“
Vissulega virSist svo, að koma
þessara kaupfara til Vestmannaeyja
og viðskiptin, sem þá áttu sér stað
við ensku kaupmennina og sjómenn-
ina, marki að einhverju leyti tíma-
mót í atvinnulífinu, ekki aðeins Eyja-
búa, heldur engu síður bænda, sveita-
bænda, sem búa í námunda við SuS-
urströnd landsins frá VikarskeiSi í
vestri og alla leiðina austur í Hálsa-
höfn í SuSursveit.
Eftir dvölina og viðskiptin í Vest-
mannaeyjum sumarið 1413 afráða
ensku kaupmennirnir að gera Eyjarn-
ar að föstum verzlunarstaS sínum
sumar hvert. Hér var nóga skreiS aS
fá og afbragðs góða skreiS, og út-
lendan varning skyldu Eyjabúar fá
við hagstæðu verði. BáSir aðilar
voru ánægðir, og þá var vel.
ViSlegusjómenn úr Rangárvalla-
og Skaftafellssýslu hinni vestari nutu
330
BT.IK