Blik - 01.06.1969, Page 335
kallaðir kóngssmiðir. Þeir smíðuðu
skip fyrir útgerð kóngsins og gerðu
við báta hans, byggðu hús á vegum
kóngsins o. s. frv. Kunnastur kóngs-
smiður hér í Eyjum frá 18. öld var
Guðmundur Eyjólfsson bóndi í Þór-
laugargerði, sá er byggði Landa-
kirkju fyrir kónginn á árunum 1774
-—1778. (Einn smíðisgripur hans er
geymdur í Byggðarsafni Vestmanna-
eyja.) Annars lá „tröllatrú“ lengi í
landi á vissum skipasmiðum, sem
reyndust byggja happadrýgri skip
og farsælli en flestir eða allir aðrir.
Langar mig í því sambandi til dæmis
að nefna feðgana á Ljótarstöðum í
Landeyjum, og þó sérstaklega Þorkel
bónda Jónsson, sem byggði þrjú
frægustu vertíðarskip Eyjamanna á
síðustu öld, Trú, Isak og Gideon.
011 voru skip þessi byggð á Ljótar-
stöðum í Landeyjum á fjórða tug ald-
arinnar, ísak a. m. k. 1836. Bitafjöl-
in úr honum, sem geymd er í Byggð-
arsafninu, ber vitni um þetta ártal.
Kunnáttan til smíðanna og skilning-
urinn og vitið, sem til þess þurfti að
smíða svo ágætar fleytur, hlýtur að
hafa verið arfur frá eldri kynslóð
eða kynslóðum, þar sem smíðar þess-
ar hafa verið stundaðar mann fram
af manni öldum saman og reynslan
og kunnáttan gengið í arf kynslóð
fram af kynslóð, svo sem þekkt er
raeð frændum okkar Norðmönn-
um t. d.
Eins og ég hef drepið á áður í
greinarkorni þessu, var eitt af ein-
kennum á upphafi sj ávarútvegsaldar-
innar tilfærsla fólksins, flutningur
þess úr sveitum að sjávarsíðunni og
búseta þess þar. Þá mynduðust þorp-
in, sjávarþorpin við firði og víkur,
eins og áður greinir. Undantekning-
in var suðurströnd landsins, sand-
ströndin langa og viðsjárverða öllum
sjósækjendum.
Lólksflutningarnir úr sveitunum
ollu þurrð á vinnufólki þar, svo að
margir bændur sáu sitt óvænna í
þeim efnum. En allt leitar síns jafn-
vægis. Og það gerðist einnig hér, þó
að vitað sé, að búskapur á sumum
afskekktum jarðarkotum lagðist nið-
ur við flutning vinnuhjúa og búsetu
í sjávarþorpunum.
En nú birtist líka svo að segja nýtt
fyrirbrigði í þjóðfélaginu íslenzka:
Hópar farandsfólks og flækinga um
sveitir landsins, þegar afli brást í
sjávarþorpunum og fólkið tók að
skorta lífsbjörgina. Þá leitaði það
aftur út í sveitirnir, nauðleitar-
fólk á ásjá bænda og búhyggni, þar
sem festan og farsældin um afkom-
una var ríkjandi þrátt fyrir allt.
Sandströndin langa og hafnlausa
olli því, að engin sjávarþorp mynd-
uðust þar. Sjósókn bænda og búkarla
þeirra í sveitunum sunnan lands frá
Þjórsárósum austur í Hornafjörð
urðu mestmegnis hjáverk frá búskap-
arstörfum, matvælaöflun til heimilis
á vissum tímum ársins, nema þegar
legið var við í Vestmannaeyjum á
vetrarvertíðum og framleidd skreið
til vöruskipta og útflutnings. Þeirrar
aðstöðu nutu fyrst og fremst bændur
úr nálægustu sveitunum. í sama til-
blik
333