Blik - 01.06.1969, Qupperneq 337
vert landið á fyrstu tveim öldum
sjávarútvegstímabilsins, þó að þeirra
sé hvergi getið.
Arið 1629. Þetta ár fórust tvö opin
skip frá Vestmannaeyjum og með
þeim 25 menn. Ekki verður ráðið af
fréttaflutningi annálsins, hvort hér er
um viðleguskipshafnir að ræða eða
búsetta Eyjasjómenn. En vitað er, að
um aldir, þegar líða tekur fram á 17.
öldina, höfðu bændur og búþegnar
þeirra úr sveitium Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu legið við í
Eyjum á vertíðum lengri eða
skemmri tíma við fiskveiðar, líklega
oftast í torfkofum eða hraungrýtis-
króm, sem skipshafnirnar byggðu
sér þar og dyttuðu að árlega.
Þó var ávallt æðimikill útvegur
rekinn frá hafnlausri Suðurströnd-
inni, Landeyja-, Eyjafjalla- og Mýr-
dalssöndum, stundum frá Ingólfs-
höfða, og svo þar lengst í austri,
Hálsahöfn í Suðursveit og síðar frá
Bjarnahraunssandi nokkru vestar.
Árið 1632. Veturinn 1632, 30. jan.,
var fj ölda skipa ýtt úr vör undir
Eyjafjöllum og svo austur og vest-
ur með allri Suðurströndinni, að
ætla má, því að veður var kyrrt og
sjór stilltur þennan morgun og kveiki-
legt um að litast suður um hafið frá
ströndninni. Miklar líkur voru því til,
að færafiskur væri genginn á miðin
eða upp að söndunum, og með því að
þrengjast tók í búi víða, var afráð-
ið að nota daginn vel og afla mat-
fanga.
Ekki færri en 14 skipum var ýtt
úr vör þennan morgun undir Eyja-
fjöllunum einum. Ut af fyrir sig sann-
ar þessi skipafjöldi, hversu útgerð
bænda í lágsveitum Suðurlandsins
var mikil og þátttakan almenn í fisk-
veiðunum. Ætla má, að á þessum
Eyjafjallaskipum einum hafi verið
meira en hálft annað hundrað manna.
Og sjósóknin þennan dag hefði ekki
orðið í frásögu færð fremur en sjó-
sóknin alla hina daga vertíðarinnar,
ef ekki hefði skyndilega brostið á af-
taka veöur með brimi og boðaföllum,
svo að Fjallaskipin að minnsta kosti
urðu að leita lendingar í einu lífhöfn-
inni við sunnan vert landið, vogin-
um í Vestmannaeyjum. Þrettán af
Eyjafjallaskipunum lentu í Eyjum
þennan dag, en eitt skipið fórst á leið
til Eyja. Þar drukknuðu 14 menn.
Arið 1636. Afdrif „Odds á Hánni“.
Oddur Pétursson, formaður í Vest-
mannaeyjum, flúði upp á Há, þegar
Tyrkir rændu Eyjarnar suinarið
1627. Þar skýldi hann sér, svo að
ræningjarnir fundu hann ekki. Eftir
þetta var Oddur formaður Pétursson
alltaf kenndur við Hána og kallaður
Oddur á Hánni.
Árið 1636 eða 9 árum eftir Tyrkja-
ránið fórust þrjú skip við Vestmanna-
eyjar, segir í annál. „Á þeim voru
45 menn og drukknuöu allir“, stend-
ur þar. Svo heldur frásögnin áfram:
„Formenn voru á tveimur Oddur
Pétursson og Bjarni Valdason. Þeir
voru báðir gamlir menn, Oddur og
Bjarni, og höfðu frelsazt frá Tyrkj-
um, þegar þeir rændu Eyjarnar. Odd-
ur var af norskri ætt, frómur maður.
Pétur List hét faðir hans, gamall for-
BLIK
335