Blik - 01.06.1969, Síða 338
maður fyrri þar í Eyjunum fyrir því
skipi, er Björninn hét“. — Og enn
stendur skrifaö í annálnum:
„Oddur haföi frelsazt úr sjávar-
házka fyrir tveimur árum fyrir sér-
legt guðs almætti. Hann dreif þá frá
Eyjunum austur fyrir Mýrdal í
stormi og brimi; kom þar undir há
björg. Nú hafði þessi Oddur alltaf
sérlega lukku haft í sjóferðum og
aflabrögðum, og var þá ólendandi í
öllum lendingum, og enginn kunni
vita, að undir þeim björgum hefði
nokkurn tíma skipi lent verið fyrir
holurð og stórgrýti í fjörunni. En
þá þetía skip har þar að, var þar í
það sinn kominn sléttur sandur, svo
að þeir gátu lent og upp sett skipið,
en hamrana fyrir ofan komust menn-
irnir upp, þó naumlega, því að þeir
í Vestmannaeyjum eru vanir hamra-
göngum.
Nú sem þessir menn voru svo úr
sjávarháska leystir, þá tók sjórinn
þeirra skip og braut í spón, og allur
sandur fór í burt þaðan; — eftir op-
in urð sem áður var. Eftir það áfall
hafði Oddur aftekið formennsku
lengur að reyna, hvað hann ekki
hélt, heldur enti sitt hlaup, sem áður
segir.“
Þannig segir annállinn frá Oddi
Péturssyni formanni, síðustu for-
mannsárum hans. Frásögnin er at-
hyglisverð og trúin á giftu hans og
góðar fylgjur, heillavættir, hefur
verið sterk, og það hreint ekki að á-
stæðulausu.
Vera skipsins. Setbergsannáll grein-
ir frá dulrænum atburði, sem átti
sér stað í Vestmannaeyjum kvöldið
fyrir slysadaginn, er Oddur formað-
ur Pétursson fórst á skipi sínu Birn-
inum, sem faðir hans hafði átt og
verið formaður á, Pétur bóndi List
og formaður í Stakkagerði.
Skipin Björninn og Stjarnan stóðu
saman í Hrófunum. Nokkrir menn
stóðu þar saman í Hrófunum nærri
skipunum. Þá heyra þeir tal, þar
skipin stóðu: „Nú eigum við að
skilja á morgun“. — I annálum
segir: „Þeirn brá við þetta tal, en
vissu þó fyrir víst, að enginn maður
var við skipin, en fóru þó samt það
að aðgæta, og fannst þar enginn
maður. Mönnum þótti þetta undar-
legt. — Gengu síðan til hvílu. Leið
svo nóttin, en um morguninn, þegar
fólk kom til sjóar og hverjir til sinna
skipa ,sáu menn, að af áðurnefndum
skipum hrundi niður sem vatn, eins
og úrkoma verið hafði, þar þó var
heiðríkt loft. Síðan voru skipin fram
sett, og veitti þeim mönnurn mjög
treglega annað þeirra skipa fram
að setja, sem á því róa áltu, svo að
hrikkti eða brakaði víðast í því, þá
menn gátu því á rás komið, en hin
skipin gengu eftir venju. Þetta sama
skip forgekk (þ. e. fórst) þann sama
dag með öllum mönnum." Þannig
segir annállinn frá þessu.
Við skulum ekki láta það fara fram
hjá okkur, að mennirnir þykjast sjá
skipin gráta skilnaðinn. Af þeim
„hrundi niður vaín“, stendur þar.
Fram til síðustu tíma trúðu menn
því hér á landi, að minnsta kosti
gamlir sjómenn, að opnu skipin, sem
336
BLIK