Blik - 01.06.1969, Page 340
metis til páska, því að dymbilvikan
fór í hönd með helgidögum, svo að
alls ekki varð þá til fiskjar róið,
hversu sem veðurblíðan laðaði og
hvalagöngur með ströndinni og sjó-
fuglinn við Sandinn gæfu til kynna
fiskikveikju, svo að lifnaði aflavon.
Ef til vill hefur verið farið að þrengj-
ast í búi hjá mörgum bændanna. Það
var svo algengt, þegar á veturinn leið
á þeim árum einokunar og undirok-
unar.
Skyndilega brá veðri. Gerði þá
austan rok svo snögglega, að fæst
Landeyj askipin náðu heimalendingu
sinni. Tíu þeirra náðu klaklaust upp
að Eiðinu í Vestmannaeyjum. Þar
voru margar hendur framréttar til
hjálpar, þegar lent var. Vinir og
frændur úr Landeyjunum og af Rang-
árvöllunum voru auðvitað aufúsu-
gestir Eyjaskeggja þá eins og ætíð
fyrr og síðar, þó að hjálp í nauðum
væri auðvitað öllum jafnfúslega
veitt og af alúð.
Þrjú Landeyjaskipanna voru stödd
svo vestarlega, þegar veðrið skall
á, að þau náðu ekki til Eyja móti
veðrinu. Þau urðu því að láta undan
síga. Eitt þeirra lenti í Herdísarvík
heilu og höldnu. Annað hugðist
lenda í Þorlákshöfn, þó að enginn af
skipshöfninni þekkti deili á lendingu
þar. Skipið steytti á skeri og fórst
þar. Tólf mannanna druknuðu en
einn komst lífs af. Sumir segja það
hafi verið formaðurinn.
Til þriðja skipsins spurðist aldrei
framar. Það mun hafa farizt í hafi. Á
því voru 16 menn. Þannig drukkn-
338
uðu 28 menn í veðri þessu við suður-
strönd landsins. Flestir voru það
bændur úr Landeyjum og af Rangár-
völlum.
Ariff 1685. Þá komum við að slysa-
árinu óskaplega, árinu 1685. Það
mun mesta slysaár í útgerðarsögu alls
Suðurlandsins frá Vikarskeiði í
vestri austur að Hornafjarðarósi, og
eru Vestmannaeyjar þá taldar þar
með.
Þetta ár fórust 4 teinæringar við
Vestmannaeyjar og drukknuðu þá
50 eoa 53 menn. (Annálum ber ekki
saman). Það er í frásögur fært, að
26 árar rak á fjörur Eyjafjalla úr
skipum þessum. Þau virðast því hafa
farizt í suðvestan- eða útsynnings-
veðri, enda hafa þau veður oftast
reynzt hættulegust sjómönnum við
sunnan vert landið og búið þeim
oftar grand en önnur veður þar.
í sama veðri fórst einnig skip við
Landeyjasand.
Þannig munu 60—70 menn hafa
drukknaö í veðri þessu.
Árið 1697. Þetta ár fórst Eyja-
fjallaskip og annað úr Mýrdalnum.
Láta mun nærri, að með báðum skip-
um þessum hafi farizt 28—30 menn.
Mér vitanlega er hvergi sagt frekar
frá slysi þessu. Svo knappir og þöglir
eru annálaritararnir.
Árið 1699. Þetta ár fórst bátur eða
skip frá Vestmannaeyjum. Þar
drukknuðu 7 menn. Tala þessi bendir
til þess, að hér hafi ekki verið um
vertíðarskip að ræða, heldur jul eða
sumarbát (vorbát), nema allt að
helmingur skipshafnar vertíðarskips
blik